15.5.2008 | 17:40
Vanhæfur þingmaður!
Hversu lengi á það að viðgangast, að þessi kona sitji á Alþingi. Þingmaður sem heldur því fram að forseti lýðveldisins sé ógnun við lýðræðið er ekki hæfur til að sitja á Alþingi.
Fyrir nú utan það að vera formaður heilbrigðisnefndar Alþingis verandi í einkarekstri á sviði heilbrigðismála útí bæ. Rekstri sem er að stórum hluta til fjármagnaður með peningum úr ríkissjóði!
Burt með þingmanninn!
![]() |
Áfram deilt um bréf Ástu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2008 | 13:32
Einkavæðing EXPRESS!
Ástu Möller liggur greinilega mikið á að hraða sem mest hún má einkavæðinu heilbrigðiskerfisins. Hún rekur starfsmannaleigu og leigir út starfsfólk til aðhlynningar- og hjúkrunarstarfa til einkaheimila, sjúkrahúsa og annarra stofnanna í opinberum rekstri. Það er greinilegt að Ásta ætlar sér að græða vel á breytingunum og henni liggur á. Annars sérkennileg staða formanns heilbrigðisnefndar. Hér er ekki spurt um vanhæfi og að einkahagsmunir rekist á við almannahagsmuni í málinu. Öll hjörðin þegir í kór í leikhúsinu við Austurvöll.
Ég ætla svo að minna á það einu sinni enn, að hér fer konan, sem fyrir síðustu kosningar taldi að forseti íslenska lýðveldisins, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, væri ógnun við lýðræðið í landinu. Hún situr enn á Alþingi! Og enn skarar hún elda að köku sinni, sem formaður heilbrigðisnefndar!
![]() |
Frumvarp sent til umsagnar áður en það var rætt á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)