Vanhæfur þingmaður!

Hversu lengi á það að viðgangast, að þessi kona sitji á Alþingi.  Þingmaður sem heldur því fram að forseti lýðveldisins sé ógnun við lýðræðið er ekki hæfur til að sitja á Alþingi. 

Fyrir nú utan það að vera formaður heilbrigðisnefndar Alþingis verandi í einkarekstri á sviði heilbrigðismála útí bæ.  Rekstri sem er að stórum hluta til fjármagnaður með peningum úr ríkissjóði!

Burt með þingmanninn!

 

 


mbl.is Áfram deilt um bréf Ástu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðing EXPRESS!

Ástu Möller liggur greinilega mikið á að hraða sem mest hún má einkavæðinu heilbrigðiskerfisins.  Hún rekur starfsmannaleigu og leigir út starfsfólk til aðhlynningar- og hjúkrunarstarfa til einkaheimila, sjúkrahúsa og annarra stofnanna í opinberum rekstri.  Það er greinilegt að Ásta ætlar sér að græða vel á breytingunum og henni liggur á.  Annars sérkennileg staða formanns heilbrigðisnefndar.  Hér er ekki spurt um vanhæfi og að einkahagsmunir rekist á við almannahagsmuni í málinu.  Öll hjörðin þegir í kór í leikhúsinu við Austurvöll.

Ég ætla svo að minna á það einu sinni enn, að hér fer konan, sem fyrir síðustu kosningar taldi að forseti íslenska lýðveldisins, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, væri ógnun við lýðræðið í landinu.  Hún situr enn á Alþingi!  Og enn skarar hún elda að köku sinni, sem formaður heilbrigðisnefndar!


mbl.is Frumvarp sent til umsagnar áður en það var rætt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband