20.5.2008 | 15:04
Staða Ísraels á listanum. Skýring?

![]() |
Ísland friðsælast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 02:54
Til hamingju, Akurnesingar!
Ég er farinn að óttast það fyrir ykkar hönd að orðið Akranes fái nýja merkingu í tungunni. Merking þess verði áður en langt um líður; staður þar sem einhver er ekki velkominn; dæmi: þetta er óttalegt akranes, eyðilegt einsog akranes, þessi eldfjallaeyja er því miður akranes, kuldaleg og gróðursnauð!
Bendi svo á litlu fjölskyldusöguna hér fyrir neðan!
![]() |
Tillaga um að taka við flóttamönnum samþykkt einróma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 01:39
Ein lítil fjölskyldusaga og móttaka flóttamanna.
Það er einsog sagan endurtaki sig stundum, þó í breytilegum myndum sé! Mér var fyrir löngu sögð saga úr lífi föðurfjölskyldu minnar, sem ég ætla að reyna að rifja upp eftir bestu getu. Það var einhverntíma fyrir seinna strið að afi minn heitinn lenti í basli vegna gjaldþrots. Afi var með barnahóp móðurlausan á ýmsum aldri. Eitt eða tvö við að verða fullorðin, sum barnung. Elsti sonurinn var að mig minnir búinn að klára Stýrimannaskólann. Kom afa þá það ráð í hug að leita ásjár Akurnesinga í vandræðum sínum og með alla sína ómegð. Hreppsnefndinni mun ekki hafa litist á blikuna og hafnaði því alfarið þessari hugmynd afa míns um að flytjast á Akranes. Ekki varð því af flutningi þessara "flóttamanna" á Akranes. Þetta er í stórum dráttum sagan af viðskiptum afa míns og Akurnesinga, einsog ég man hana. Afi minn hét Auðun Sæmundsson og kenndi sig við Minni-Vatnsleysu alla sína tíð. Synir hans urðu nafntogaðir aflaskipstjórar, þekktir sem Auðunsbræður. Þeir voru Sæmundur Auðunsson, Auðun Auðunsson, Þorsteinn Auðunsson, Gísli Auðunsson, Pétur Auðunsson (lést ungur) og Gunnar Auðunsson, sem enn lifir. Ekki voru dætur hans síðri að mannkostum en synirnir. Þær hétu Kristín, Ólafía, Guðrún og Steinunn. Tvær hinar síðast nefndu eru enn á lífi. Einhverjir munu enn minnast þessara systkyna og þá sérstaklega þeirra landsfrægu Auðunsbræðra. Nú ætla ég bara rétt að vona, að framganga Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, og skoðanabræðra hans, leiði ekki til samskonar niðurstöðu og segir frá í þessari litlu fjölskyldusögu minni. Það gæti nefnilega farið svo, að byggðarlagið missti spón úr aski sínum, því einsog fyrr segir, þá endurtekur sagan sig oft, þó í breytilegum myndum sé.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)