24.5.2008 | 22:08
Að gefa það sem maður ekki á! 60 ára hernám Palestínu!
Svona lítur Palestína út í dag. Landamæri Ísrael hafa lítið breyst síðan 1999. En svona sýna Ísraelar skiptingu Palestínu. Hertekin svæði teljast Ísraelskt land (hvítt)!
Skv. samþykkt Sameinuðu Þjóðanna 1947 skyldu Gyðingar fá 55% af landi Palestínu. Gyðingar voru 30% af íbúum svæðisins, flestir aðfluttir flóttamenn vegna ofsókna í Evrópu og ekki bara í Nazistaríkinu. Palestínumenn voru 70% íbúanna og áttu að fá 45%. Þeir höfðu verið búsettir þarna gegnum aldirnar eða allt frá því byggð hófst á svæðinu. Gyðingar höfðu að vísu búið þarna fyrir um 2000 árum, en verið brottreknir þaðan um 70 e.kr. Samþykkt SÞ var gerð í skugga hroðalegra atburða í Heimstyrjöldinni. Þýska þjóðin í Nazistaríkinu hafði verið alveg einstaklega afkastamikil við að útrýma Gyðingum. Svo mjög að það gekk jafnvel fram af þjóðum sem höfðu dundað sér við það gegnum aldir að níðast á þessari landlausu flökkuþjóð, hvar sem þetta fólk setti sig niður. Þegar afköst Nazistaþjóðarinnar voru dregin fram í dagsljósið fylltust Evrópuþjóðir og Ameríkanar þvílíku samviskubiti, að rokið var í að samþykkja stofnun Gyðingaríkis í landi Palestínsku þjóðarinnar. Þessar sömu þjóðir höfðu lokað augunum fyrir ofsóknum gegn Gyðingum í Þýskalandi fyrir stríð og sent flóttamenn rakleiðis til baka til Þýskalands, þar sem þeir voru myrtir! Þetta gerðum við Íslendingar. Þess má geta að það var íslenski sendiherra hjá SÞ sem lagði fram tillöguna um stofnun Ísraelsríkis á þingi SÞ. Á þessum tíma var Palestína hersetin af Bretum. Gyðingar á svæðinu ráku hryðjuverkastarfsemi gegn Bretum til að fá sínu framgengt og til að hrekja Breta burt af svæðinu. Foringjar þessara hryðjuverkamanna urðu síðar leiðtogar Ísraelsríkis.
Í dag búa Palestínumenn á 20% af landi sínu. Á landskikum sem eru girtir af með girðingum og múrum. Þeir hafa aldrei samþykkt skiptingu lands síns. Þeir hafa reynt að spyrna við fótum og barist gegn þessu ríki sem var stofnað á landi þeirra að þeim forspurðum. Þeir hafa barist fyrir landi sínu og rétti til lífs í eigin landi. Þeir hafa liðið fyrir að eiga ekki viðurkennt sjálfstætt ríki. Og ekki hefur alþjóðasamfélagið stutt þá heldur innrásarmennina!
Ég veit ekki um neina þjóð sem myndi láta bjóða sér svona framkomu. Er einhver þjóð tilbúinn til að afhenda 45% af landi sínu þegjandi og hljóðlaust til að einhver utanaðkomandi trúflokkur/"þjóð" geti stofnað ríki á því landi. Þessu urðu Palestínumenn að sæta. Nú er það spurning og hefur verið lengi. Hvenær verður alþjóðasamfélaginu nóg boðið? Verður það einhverntíma?
Þeim sem vilja fræðast um þessi mál er bent á Vísindavefinn. Set hér inn link, þar sem verið er að fjalla um aðdragandann að stofnun Ísraelsríkis. www.visindavefur.is/svar.php?id=6159 Neðst á þessari síðu eru svo linkar á fleirri svör á Vísindavefnum um þessi mál. Þessar greinar eru skrifaðar af virtum fræðimönnum, sem þekkja vel til málefna svæðisins, en eru ekki fullir af kreddum og alskyns bábyljum um málefnið!
www.btselem.org/english Þetta er vefsíða sem vert er að skoða. Ísraelsk mannréttindasíða sem lætur sig varða mannréttindi Palestínumanna og Ísraela.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.5.2008 kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.5.2008 | 15:10
Eitt er að...
...gera athugasemdir og spyrja eðlilegra spurninga um framkvæmdina á móttöku flóttamanna. Annað að reka áróður gegn þessum sömu flóttamönnum! Styður miðstjórnin það? Styður hún söfnun undirskrifta gegn móttöku flóttamanna á Akranesi? Treystir Magnús Þór og miðstjórn Frjálslynda flokksins ekki Rauða Krossi Íslands til að vinna verkið sómasamlega? Hvað er það sem vefst svona mikið fyrir Magnúsi Þór? Ég hef nú reynt að fylgjast með, og meðal annars sá ég Magnús Þór í Silfri Egils. Þar kom andúð hans alveg nógu vel fram, í mínum augum, til gera það dagljóst að Magnús Þór og stuðningsmenn hans í málinu eru á móti því að við Íslendingar tökum á móti þessum flóttamönnum! Og í þeirra augum er það aukaatriði hvort þeir verða búsettir á Akranesi eða Svalbarðsströnd! Það vill bara svo illa til að Akranes stendur Magnúsi Þór næst!
Og afsakið mig! Stefna Magnúsar Þórs stríðir gegn stefnuskrá Frjálslyndaflokksins, og þá væntanlega þessi stuðningsyfirlýsing.
![]() |
Miðstjórn Frjálslynda flokksins styður Magnús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)