Eitt er að...

...gera athugasemdir og spyrja eðlilegra spurninga um framkvæmdina á móttöku flóttamanna.  Annað að reka áróður gegn þessum sömu flóttamönnum!  Styður miðstjórnin það?  Styður hún söfnun undirskrifta gegn móttöku flóttamanna á Akranesi?  Treystir Magnús Þór og miðstjórn Frjálslynda flokksins ekki Rauða Krossi Íslands til að vinna verkið sómasamlega?  Hvað er það sem vefst svona mikið fyrir Magnúsi Þór?  Ég hef nú reynt að fylgjast með, og meðal annars sá ég Magnús Þór í Silfri Egils.  Þar kom andúð hans alveg nógu vel fram, í mínum augum, til gera það dagljóst að Magnús Þór og stuðningsmenn hans í málinu eru á móti því að við Íslendingar tökum á móti þessum flóttamönnum!  Og í þeirra augum er það aukaatriði hvort þeir verða búsettir á Akranesi eða Svalbarðsströnd!  Það vill bara svo illa til að Akranes stendur Magnúsi Þór næst!

Og afsakið mig!  Stefna Magnúsar Þórs stríðir gegn  stefnuskrá Frjálslyndaflokksins, og þá væntanlega þessi stuðningsyfirlýsing.


mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins styður Magnús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er að kljúfa litla flokkinn, þess vegna er allt þetta veður núna þótt búið sé að taka allar ákvarðanir sem máli skipta í þessu máli.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þeir geta þá safnast heim til sín í Sjálfstæðisflokkinn.  Guðjón og Jón Magnússon og einhverjir fleiri.  Verður þeim hleypt inn?  Fylgir Kristinn H. með og hvað um Ólaf F.  Og Sverrisdóttir.

Auðun Gíslason, 24.5.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Flokkakerfið er úr sér gengið, sjálfhverft og spillt.

Þar eru þeir allir eins.

Haraldur Davíðsson, 24.5.2008 kl. 16:44

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

D listinn getur varla þolað fleiri einingar innan síns flokks, flokkurinn er tímasprengja því í honum eru allt frá rasískum hægrimönnum,kristnum íhaldsmönnum,frjálslyndum libertians,centeristar til vinstri sinnaða

Alexander Kristófer Gústafsson, 24.5.2008 kl. 17:07

5 Smámynd: Auðun Gíslason

sjúbb!

Auðun Gíslason, 24.5.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband