23.1.2009 | 22:51
Athugasemd við athugasemdir við ummæli Harðar.
Þeir, sem eru að fetta fingur útí ummæli Harðar Torfasonar og reyna að gera þau að einhverskonar aðalatriði og stórmáli, athugi:
Fyrir það fyrsta: Það er ekki til siðs á Íslandi að skammast sín!
Í annan stað: Það hefur ekki tíðkast að biðjast afsökunar á Íslandi uppá síðkastið.
Ég man ekki til þess að nokkur maður, stjórnmálamaður eða embættismaður, hafi beðst afsökunar á ástandinu á Íslandi í dag. Að aðeins einum undanskildum. Herra forseti vor á Bessastöðum baðst einskonar afsökunar. Ekki Davíð, ekki Ingibjörg, ekki Geir, ekki Jónas, ekki bankastjórarnir eða bankaráðin, síst allra Kjartan varaformaður bankaráðs Landsbankans (bankastjórar Landsbankans og bankaráðið bera ábyrgð á Icesave). Jú, annars. Hann bað Davið afsökunar. Allt þetta lið hefur ekki beðist afsökunar! Hvað þá að gefa til kynna að það kunni að skammast sín, þó ekki sé nema pínulítið!
Blessuð sé minning frjálshyggjunnar, eða bölvuð!
![]() |
Sextándi mótmælafundurinn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.1.2009 | 22:25
Ofbeldi.
Ég held, að allir sem hafa tjáð sig um meint ofbeldi mótmælenda, ættu að lesa viðtal við Hlédísi Guðmundsdóttur lækni. Þar má lesa lýsingu Hlédísar af því ofbeldi, sem hún sætti af hálfu lögreglunnar. Það kannski sljákkar eitthvað móðursýki í þessum sem virðast halda að lögreglan hafi ekki átt hlut að máli, og jafnvel stuðlað að því ofbeldi(?) sem beinst hefur að henni. Og þá er ég ekki að tala um tilburði undirheimadrengjanna, sem nýttu sér "tækifærið" til ofbeldisverka. www.smugan.is/skyringar/vidtol/nr/710
Skýring. Lögreglan gaf upp að hún kannaðist við verstu óeirðaseggina, undirheimadrengina, sem væru góðkunningjar lögreglunnar úr undirheimum Reykjavíkur. Til gamans má geta þess, að í morgun kom fram í fréttum að óvenjulítið hefði verið um innbrot í borginni síðustu sólarhringa. Sem sagt, undirheimadrengirnir skrópuðu í "vinnunni" til að geta atast í lögreglunni.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur harmar ofbeldi í mótmælum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 15:57
"Vilja sýna sig sem stjórntækan kost."
Ég geri ráð fyrir að þessi fyrirsögn sé höfð eftir Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðingi og Sjálfstæðiskonu, og að hún sé að vísa til orða Steingríms J.. Nú er spurningin, hvort það hafi verið stjórnmálafræðingurinn eða sjálfstæðiskonan sem talaði, nema hvorttveggja sé. Það er nefnilega furðuleg lenska hjá ýmsum hægriöfgamönnum að reyna að halda VinstriGrænum á hliðarlínu stjórnmálanna með þeirri fullyrðingu sinni og rógi, að Vg sé ekki stjórntækur stjórnmálaflokkur. Sjálfir væla þeir undan því að Sjálfgræðisflokknum hafi verið haldið á hliðarlínunni á seinni hluta6. áratugar síðustu aldar vegna stefnu sinnar. Nú er það spurningin, hvort Sjálfstæðisflokkurinn er nokkuð stjórntækur eftir hinar hryllilegu afleiðingar frjálshyggjutrúarinnar fyrir alla heimsbygggðina, ekki bara okkur Islendinga. Sjálfgræðisflokkurinn byggir nefnilega alla stefnu sína á þessum skelfilegu trúarbrögðum, frjálshyggjunni.
Að síðustu vil ég óska Geir H. Haarde alls góðs í framtíðinni og vona að hann nái bata af þessu meini sínu. Vont að missa ærlegan og góðan dreng útúr baráttu þjóðarinnar. Segja má, að óhamingju Íslands verði allt að vopni þessa dagana.
![]() |
Vilja sýna sig sem stjórntækan kost" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)