Athugasemd við athugasemdir við ummæli Harðar.

Þeir, sem eru að fetta fingur útí ummæli Harðar Torfasonar og reyna að gera þau að einhverskonar aðalatriði og stórmáli, athugi:

Fyrir það fyrsta:  Það er ekki til siðs á Íslandi að skammast sín!

Í annan stað:  Það hefur ekki tíðkast að biðjast afsökunar á Íslandi uppá síðkastið. 

Ég man ekki til þess að nokkur maður, stjórnmálamaður eða embættismaður, hafi beðst afsökunar á ástandinu á Íslandi í dag.  Að aðeins einum undanskildum.  Herra forseti vor á Bessastöðum baðst einskonar afsökunar.  Ekki Davíð, ekki Ingibjörg, ekki Geir, ekki Jónas, ekki bankastjórarnir eða bankaráðin, síst allra Kjartan varaformaður bankaráðs Landsbankans (bankastjórar Landsbankans og bankaráðið bera ábyrgð á Icesave).  Jú, annars.  Hann bað Davið afsökunar.  Allt þetta lið hefur ekki beðist afsökunar!  Hvað þá að gefa til kynna að það kunni að skammast sín, þó ekki sé nema pínulítið!

Blessuð sé minning frjálshyggjunnar, eða bölvuð!


mbl.is Sextándi mótmælafundurinn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Hér nokkru neðar tjái ég hug minn til Geirs!

Auðun Gíslason, 23.1.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Bjarni Bróderí, innherji í Glitni skammaðist sín reyndar pínu pons í Fréttasneplinum núna um daginn...

En ég man ekki hvort hann bað einhvern afsökunar.

Kveðja;

Huxi

Ólafur Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 01:06

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, Huxi.  Ekkert smá!  En var það bara ekki einhver sýndarmennska...

Auðun Gíslason, 24.1.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Fjandans vitleysa af Herði að biðjast afsökunnar!

Auðun Gíslason, 26.1.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband