Með blýant og strokleður?

Einkennilegt hvað mál, sem teljast sjálfsögð og eðlileg allsstaðar annarsstaðar, eru þessari gáfuðu þjóð erfið.  Fjölþrepa skattkerfi eru viðhöfð víðast hvar á vesturhveli jarðar, en ekki hér.  Það er og flókið, segja embættismenn og sumir stjórnmálamenn.   Sama gildir um þjóðaratkvæði.  Hér er viðkvæðið, að mál séu of flókin til að hægt sé að greiða um þau atkvæði.  Þjóðin sé væntanlega og heimsk til að greiða atkvæði um flókin mál.

Með leyfi að spyrja, hvað er svona erfitt?  Og af hverju er þetta erfiðara hér en annarstaðar?  Kannski skýringarinnar sé að leita í leti embættismanna.  Og, varðandi þjóðaratkvæði, að stjórnmálamennirnir vilji halda valdinu hjá sér.


mbl.is „Flóknari og ónákvæmari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband