Frábær Jóhanna!

Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið sá stjórnmálamaður, sem almenningur telur einna heiðarlegastan úr þeirra röðum.  Ólíkt áramótaávörpum síðustu 2ja áratuga var ávarpið innihaldsríkt en ekki innihaldslaust raus um ágæti  eigin ríkisstjórnar að mestu.  Þjóðin treystir Jóhönnu áfram.  Þrátt fyrir óvinsælar aðgerðir og þrátt fyrir Icesave.

Sömu sögu er að segja af Steingrími J.  Í dag varð hann í öðru sæti í kosningu um mann ársins.  Þrátt fyrir Icesave og þrátt fyrir óvinsælar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Þetta segir mér talsvert um hvað þjóðinni finnst eftirsóknarvert í fari stjórnmálamanna.  Þetta segir mér líka talsvert um lýðskrumarana, sem leiða stjórnarandstöðuna.  Þeir komust ekki á blað í þessari kosningu, og hafa í könnunum skorað talsvert lægra en Jóhanna og Steingrímur í könnunum á trausti kjósenda.

Um 20% kjósenda hafa að sögn skrifað undir áskorun Indefence-deildar Framsóknarflokksins.  Vonandi að allir á listanum séu raunverlegir kjósendur, og að allir á listanum hafi sjálfir sett nafn sitt á listann.  Óvíst er um skoðanir undirritara.  Kannski eru einhverjir sem sett hafa nafn sitt þar sömu sinnis og ég.  Ég er á móti því að við þurfum að borga Icesave en ég veit hinsvegar, að við sitjum uppi með Icesave, hvort heldur okkar líkar betur eða ver.  Og ég hef enga trú á að við náum betri samningi verði þessum hafnað.  Þá held ég að Bretum og Hollendingum verði einfaldlega nóg boðið, og verði enn harðari í horn að taka.  Auk þeirra vandræða sem slíkt myndi valda á öðrum sviðum!


mbl.is Krefjumst ábyrgra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á nú að gera það tortryggilegt?

Ólafur er ekki sá fyrsti í þessu embætti sem tekur sér frest til að skrifa undir.  Hér er greinilega verið að strá fræjum tortryggni. 

Og meðal annarra orða:  Voru Sjálfgræðismenn ekki búnir að margsanna að forsetinn hefði ekki rétt til að neita að skrifa undir?  Og vísa málum til þjóðarinnar?  Hvert stertimennið í þingliði Davíðs Oddjob sannaði það í bak og fyrir í umfjöllun um fjölmiðlalögin! 

Stundum bannað og stundum ekki?


mbl.is Engin ákvæði um frest forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun: Forsetinn skrifi undir!

Það er alger óhæfa að þjóð á valdi tilfinninga sinna greiði atkvæði um þetta mál!  Tilfinningarök íslensku þjóðarinnar eiga ekki við.

Þjóðin er heltekin af aumingjaég hugsunarhætti, ásamt bulli um umsátur vondra útlendinga um hina litlu saklausu þjóð, sem hefur orðið fyrir barðinu á fjárglæframönnum og vondum fólki í útlöndum.

En hvert er sakleysið?  Meirihluti þjóðarinnar kaus þau stjórnvöld yfir þjóðina sem sköpuðu þann óskapnað, sem síðan gat af sér Icesafe-ósómann.  Og þjóðin stóð hjá með stjörnur í augum.  Brjóstið fullt af stolti og augun af aðdáun!  Nú vill þjóðin enga ábyrgð bera.  Siðleysi þjóðarinnar hefur náð nýjum lægðum í undirskriftarlista Indefefence-útibús Framsóknarflokksins!

Hvar er siðbótin?  Hvar er tiltektin?  Hvar eru hin siðferðilegu reikniskil þessarar þjóðar?  Felst allt þetta í að hlaupa fram afleiðingum gerða sinna?

Að axla ábyrgð á afleiðingum gerða sinna og á eigin lífi eru aðeins skref í endurreisn þjóðarinnar eftir siðferðilega niðurlægingu frjálshyggjuáranna.

Forsetinn á að skrifa undir!


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband