Það er ekki nóg að skipta bara um haus á jakkafötunum!

Er það alveg víst að þetta sé Geir á myndinni?  Getur ekki verið að þetta sé Össur eða Jóhanna eða Steingrímur?  Vissulega heimskulega spurt!

En það er einsog það eina sem gerðist við stjórnaskiptin hafi verið að skipt var um hausa á jakkafötunum!  Það er sami sinnuleysið og sama óréttlætið gagnvart hinum venjulega Íslendingi!  Stjórnarskiptin hafa engu breytt um það! 

Hagkerfið er í rúst eftir burgeisana!  Atvinnulífið í rúst!  Atvinnuleysi fer um landið og heimilin einsog eldurinn sem gleypir allt!  Verðtrygging auðvaldsins hækkar lánin og hækkar! Bankaþrotabú auðstéttarinnar eiga veð í eignum stórs hluta landsmanna!  Og það sem alþýðu manna er rétt er greiðsluaðlögun og heimildir til frestana á útburði af heimilum sínum!

Það er einsog hugsanagangur nýfrjálshyggjunnar hafi sest að í Stjórnarráði Íslands fyrir fullt og fast!  Alræði auðhyggjunnar ríkir þar enn!  Og skítt með það, þó veðin falli og heimilin leysist upp!  Karlar, konur og börn, já lítil börn, verði borin út!  Svo auðvaldið fá sitt.  Sitt réttlæti og sín veð! 

"Móðir mín í kví, kví.

kvíddu ekki því, því.

Ég skal lána þér duluna mína að dansa í, að dansa í."

VERÐUR ÞAÐ SÖNGURINN, SEM HEYRAST MUN ÚR DYRAGÆTT STJÓRNARÁÐS ÍSLANDS?


mbl.is Tilnefningar til blaðamannaverðlauna birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einsog reyndar flestir glæpir burgeisanna!

  Ekki tók löggan eftir svikamyllunni í SPRON.  Það er ekki fyrren nýverið að málinu var vísað til efnahagsbrotadeildarinnar.  Það mál er reyndar, að sögn, eina málið sem þar er í rannsókn!  En stóra svikamyllan gengur sem aldrei fyrr!  Þrotabú fjárglæframannanna í bönkunum eiga veð í fasteignum stórs hluta landsmanna og engum dettur í hug að taka veðin af þeim.  Það er ekki nóg að setja allt hagkerfið á hausinn heldur eiga þrotabúin eftir spillingarferil gulldrengja Sjálfstæðisflokksins (þessir sem voru í talsambandi við flokkinn) að fá að ganga hér að húseignum og heimilum landsmanna ef svo ber undir!  Þarf ekki að fara að stöðva þennan fjanda?  Ekki sýnir þessi nýja ríkisstjórn neinn lit til þess!

Mér er næst að halda að eitthvað verulega róttækt þurfi að eiga sér stað í landinu til að RÉTTLÆTISKENND stjórnmálastéttarinnar sýni lífsmark!

Þarf alþýða þessa lands að grípa til vopna til að verja heimili sín fyrir þessum hlaupatíkum kapítalismans?


mbl.is Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband