Það er ekki nóg að skipta bara um haus á jakkafötunum!

Er það alveg víst að þetta sé Geir á myndinni?  Getur ekki verið að þetta sé Össur eða Jóhanna eða Steingrímur?  Vissulega heimskulega spurt!

En það er einsog það eina sem gerðist við stjórnaskiptin hafi verið að skipt var um hausa á jakkafötunum!  Það er sami sinnuleysið og sama óréttlætið gagnvart hinum venjulega Íslendingi!  Stjórnarskiptin hafa engu breytt um það! 

Hagkerfið er í rúst eftir burgeisana!  Atvinnulífið í rúst!  Atvinnuleysi fer um landið og heimilin einsog eldurinn sem gleypir allt!  Verðtrygging auðvaldsins hækkar lánin og hækkar! Bankaþrotabú auðstéttarinnar eiga veð í eignum stórs hluta landsmanna!  Og það sem alþýðu manna er rétt er greiðsluaðlögun og heimildir til frestana á útburði af heimilum sínum!

Það er einsog hugsanagangur nýfrjálshyggjunnar hafi sest að í Stjórnarráði Íslands fyrir fullt og fast!  Alræði auðhyggjunnar ríkir þar enn!  Og skítt með það, þó veðin falli og heimilin leysist upp!  Karlar, konur og börn, já lítil börn, verði borin út!  Svo auðvaldið fá sitt.  Sitt réttlæti og sín veð! 

"Móðir mín í kví, kví.

kvíddu ekki því, því.

Ég skal lána þér duluna mína að dansa í, að dansa í."

VERÐUR ÞAÐ SÖNGURINN, SEM HEYRAST MUN ÚR DYRAGÆTT STJÓRNARÁÐS ÍSLANDS?


mbl.is Tilnefningar til blaðamannaverðlauna birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Þakka þér þarfa áminningu, Auðun!

Nýja stjórnin fær 2 vikurnar sem Steingrímur nefndi í Kastljósi í gær til að sýna að eitthvað sé gert af viti. Ég vil sjá hvað hún setur fram. En fyrir utan Seðlabankalög sem auðvitað þarf að vanda til  (rétt hjá Framsókn og fleirum) - heyrist mér að lenging í hengingar-ólum sé helst á dagskrá!      Við sjáum til og vitum að Fjárglæpahyskið sem er alveg að verða búið að gleypa og gefa Ísland vinnur vel ofan í skotgröfum sínum og holum núna!

Að síðustu:

 "Auk þess legg ég til að veðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"

Hlédís, 14.2.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Niðurlæging þessarar þjóðar er algjör. Viðundur og athlægi í heimspressunni. Hérna heima sitja brennuvargarnir og bíða átekta eftir því að skilaboð komi frá rústabjörgunarliðinu í skilanefndunum að nú sé öllu óhætt - búið að bjarga öllum milljörðunum í öruggt skjól. Seðlabankastjóri að tryggja ódauðleika sinn í sögu þjóðarinnar með stílbrögðum Fjalla- Eyvindar. Gamli refurinn Jón Baldvin búinn að stilla forystu Samfylkingarþokunnar upp við vegg með glæfralegum yfirlýsingum um come back í pólitíkina með sviptingum. Ingibjörg Sólrún búin að endurnýja hrokann og segist hafa axlað ábyrgð, sem gerðist með þeim stæl að grasrótin stillti henni upp við vegg.

Umræðu fjölmiðla og vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar er stýrt af þráhyggju ómerkilegra fallista sem þola ekki að horfast í augu við bitran sannleikann.

Allt þetta lið stendur nú kviknakið og teiknar á sig glæsta búninga fyrir framan spegil í  svefnskálum eigin heimsku. Nú skal snúa vörn í sókn og ná stuðningi þjóðarinnar í næstu kosningum. Róm brennur! 

Árni Gunnarsson, 15.2.2009 kl. 00:42

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 15.2.2009 kl. 09:57

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég hef stórar áhyggjur af framhaldinu og treysti engum eins og er....

Kveðja til þín,

Inga Lára Helgadóttir

Inga Lára Helgadóttir, 15.2.2009 kl. 11:10

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Ární, sæll!  Ég er hjartanleg sammála þér!  Ég vil að Vg stígi skrefið til fulls:  Kyrrseti eignir auðmannanna!  Skeri ofanaf skuldabagga skuldara vísitölulána og aðstoði skuldara myntkörfulána!  Þrotabúin og gömlu bankastjóranir verði látnir sæta ábyrgð varðandi stöðutökur gegn krónunni!  Lögreglurannsókn fari fram á einkavinavæðingu bankanna o.s.frv.  Vg stigi skrefið til fulls, þannig að menn verði látnir sæta ábyrgð.  Full harka gagnvart Framsókn og Samfylkingunni er það eina sem dugir!

Inga Lára!  Ég skil vel að þú treystir engum! Þú ert flokksbundin í þeim stjórnmálaflokki, sem ber ábyrgð á þjóðargjaldþrotinu, ekki satt!

Auðun Gíslason, 15.2.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband