Spurning við málflutning Sturlu Böðvarssonar: Er jafnræði þegnanna einhverskonar ógnun við sjálfstæði og virðingu Alþingis?

Samkvæmt Sturlu er lagfæring á eftirlaunaósómanum til þess fallin að grafa undan þinginu og störfum þingmanna!  Forréttindi þingmanna og ráðherra séu nauðsynleg til að þingmenn haldi virðingu sinni og sjálfstæði.  Er svona málflutningur boðlegur?

Einn þingmaður délistans, Pétur Blöndal, stendur sjálfstæður gegn flokksræðinu í þessu máli, einsog mörgum öðrum. Hann telur reyndar að of stutt sé gengið í þessari leiðréttingu.  Þingmenn og ráðherrar hefðu átt að færast í almennan lífeyrissjóð, en ekki í lífeyrissjóð ríksstarfsmanna, þar sem réttindaávinnsla er betri.  Hann styður einnig frumvarp Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing.  Er hann eini sjálfstæði þingmaður délistans á þinginu?


Bloggfærslur 18. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband