Spurning við málflutning Sturlu Böðvarssonar: Er jafnræði þegnanna einhverskonar ógnun við sjálfstæði og virðingu Alþingis?

Samkvæmt Sturlu er lagfæring á eftirlaunaósómanum til þess fallin að grafa undan þinginu og störfum þingmanna!  Forréttindi þingmanna og ráðherra séu nauðsynleg til að þingmenn haldi virðingu sinni og sjálfstæði.  Er svona málflutningur boðlegur?

Einn þingmaður délistans, Pétur Blöndal, stendur sjálfstæður gegn flokksræðinu í þessu máli, einsog mörgum öðrum. Hann telur reyndar að of stutt sé gengið í þessari leiðréttingu.  Þingmenn og ráðherrar hefðu átt að færast í almennan lífeyrissjóð, en ekki í lífeyrissjóð ríksstarfsmanna, þar sem réttindaávinnsla er betri.  Hann styður einnig frumvarp Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing.  Er hann eini sjálfstæði þingmaður délistans á þinginu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér er sem ég sjái hann Jóhannes minn í Ytra-Vallholti í spjalli við sitt vinnufólk ef það hefði sýnt húsbóndanum ámóta hroka. Þessi grey þarna á Alþingi eru að vinna verk sem við féllumst á að fela þeim á hendur. Jóhannes sagði að frostaveturinn 1881-2 hefði löðurmennskan frosið í hel á Íslandi!

Mér sýnist að í þessari viðmiðun gamla mannsins þá sé gróðurhúsaáhrifanna farið að gæta umtalsvert niður við Austurvöllinn.

Árni Gunnarsson, 19.2.2009 kl. 00:38

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, sumir vilja vera jafnari en aðrir!  En Sturla er sjálfsagt bara að tjá skoðanir toppanna í Sjálfgræðisflokknum!  Hrifsa og hrifsa sem mest!

Auðun Gíslason, 21.2.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband