"Stjórn allra flokka....." ?

Og undir forystu Sjálfstæðismanna? Þeir gerðu kröfu um það.  Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að gera það öllu ljóst, að hann sest ekki í ríkisstjórn öðru vísi en að Sjálfstæðismaður sitji í forsætisráðuneytinu. Samfylkingin tók ekki í mál að starfa áfram í slíkri ríkisstjórn!  Og ég efast um að Vg hefði tekið slíkt í mál.  Hvernig Vg hefði átt að setjast í stjórn með fólki, sem í áratug (og lengur) hefur fullyrt, að Vg væri óstjórntæk!  Hvað hefði tekið langan tíma að berja saman slíkt fyrirbæri?

Ég meina það, hverskonar rugl er þetta?  Með fullri virðingu fyrir Sturlu, þá er svona rugl honum ósamboðið!

Og enn er hnýtt í forsetann.  Ég er farinn að halda að bóndinn á Bessastöðum sé réttdræpur landráðamaður.  Ef trúa má orðum Sjálfstæðismanna...  En því miður, þá trúa þeim fáir!  Allt þetta rugl Sturlu og Geirs um forsetann er of langt gengið! 

Og kominn tími til að linni:  Lengi lifi Forseti vor á Bessastöðum!  Hann lifi...þrefalt húrra!  Var það ekki þannig sem Sturla og Geir, ásamt öðrum þingmönnum, hylltu Forseta Vorn á sjálfu Alþingi Íslendinga?  Hverskonar framkoma er þetta?  Eigið þið ekki að fara fjöruleiðir  hér eftir, Sturla og Geir?

Herdís Þórðardóttir?  Sat hún á þingi? Jasso!


mbl.is Sturla og Herdís hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig langar að spyrja forystu Sjálfstæðisflokksins einnar spurningar, sem er ókurteisleg og engan veginn við hæfi: EN Á HVERJU ERU ÞIÐ?

Á fundi í Verði kom fram í ræðu Geirs, að forseti  Íslands hefði vitað af stjórnarskiptunum á undan sér!  Mbl.is hefur kosið að þegja um þetta.  Ég spyr líka:  Hvernig í ósköpunum tókst þér að vita EKKI af yfirvofandi stjórnarskiptum?  Eftir því sem ég best veit vissu nær allir Íslendingar af yfirvofandi stjórnarskiptum,  óskuðu eftir þeim og kröfðust þeirra!  Allir vissu það nema hin útvalda forysta Sjálfstæðisflokksins og nánustu stuðningsmenn hennar!

Það virðist vera einkenni á  Sjálfstæðismönnum að vita ekki neitt og gruna akki neitt!  Bankahrunið kom þeim á óvart, fjármálakreppan og efnahagshrunið kom þeim á óvart!  Og stjórnarslitin komu þeim á óvart!

Við vitum öll að landsfundur flokksins hefur ekki samþykkt hrunin, kreppurnar, stjórnarslitin né myndun nýrrar ríksstjórnar án Sjálfstæðisflokksins.  En átti þetta allt að koma forystunni svona mikið á óvart?  Er það nú normalt?

Á hverju eru þið eiginlega?

P.s. Þessi fullyrðing Geirs um vitneskju forsetans átti að vera til að koma höggi á forsetann, en hvílíkt vindhögg!!!


mbl.is Prófkjör um miðjan mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband