Mig langar að spyrja forystu Sjálfstæðisflokksins einnar spurningar, sem er ókurteisleg og engan veginn við hæfi: EN Á HVERJU ERU ÞIÐ?

Á fundi í Verði kom fram í ræðu Geirs, að forseti  Íslands hefði vitað af stjórnarskiptunum á undan sér!  Mbl.is hefur kosið að þegja um þetta.  Ég spyr líka:  Hvernig í ósköpunum tókst þér að vita EKKI af yfirvofandi stjórnarskiptum?  Eftir því sem ég best veit vissu nær allir Íslendingar af yfirvofandi stjórnarskiptum,  óskuðu eftir þeim og kröfðust þeirra!  Allir vissu það nema hin útvalda forysta Sjálfstæðisflokksins og nánustu stuðningsmenn hennar!

Það virðist vera einkenni á  Sjálfstæðismönnum að vita ekki neitt og gruna akki neitt!  Bankahrunið kom þeim á óvart, fjármálakreppan og efnahagshrunið kom þeim á óvart!  Og stjórnarslitin komu þeim á óvart!

Við vitum öll að landsfundur flokksins hefur ekki samþykkt hrunin, kreppurnar, stjórnarslitin né myndun nýrrar ríksstjórnar án Sjálfstæðisflokksins.  En átti þetta allt að koma forystunni svona mikið á óvart?  Er það nú normalt?

Á hverju eru þið eiginlega?

P.s. Þessi fullyrðing Geirs um vitneskju forsetans átti að vera til að koma höggi á forsetann, en hvílíkt vindhögg!!!


mbl.is Prófkjör um miðjan mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha ha ha  alveg er þetta hárrétt athugað hjá þér.

Aumingja Sjallirnir þeir vita aldrei neitt, gera aldrei neitt, ekkert er þeim að kenna, enginn má leita að sökudólgum nema þeir séu með fullgild meðlimaskírteini í Sjalfgræðisflokkun. Þeir eru orðnir skítugir á bakhlutanum eftir hrunið, en kenna öllum öðrum um  nema sjálfum sér

 Þeir setja bara allt í nefndir, farvegi, stinga undir stól, salta, fela, gleyma  osfrv osfrv. 

Svanhildur (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er verst, að þeir vita þetta ekki sjálfir!

Auðun Gíslason, 7.2.2009 kl. 22:10

3 identicon

Skelfing eru þið tvöfaldir.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 23:34

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Segðu mér Auðun (í trúnaði) Hver er hann þessi Bjarni Benediktsson sem ætlar að sækjast eftir formannsembættinu í Flokknum? Mér fannst ég heyra það í fréttum í dag að hann hlakkaði til að takast á við þetta því hann væri fullur af eldmóði! Í það minnsta heyrðist mér að hann hefði sagst vera fullur af einhverju.

Eða sagðist hann kannski bara vera fullur? 

Og er þetta rétt hjá konunni; eruð þið svona tvöfaldir?

Árni Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 00:24

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Mig vantar eiginlega skýringu á því hvað átt er við, Árni minn!  Hvað meinið þið með því?  Hvernig tvöfaldir og hverjir eru þið ?  Tilheyri ég einhverjum hópi, sem hægt er að kalla þið og er tvöfaldur(?) ?   Og í hverju felst þessi meinta tvöfeldni?

Auðun Gíslason, 8.2.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband