27.3.2009 | 21:48
Ábyrgðarlaus smáflokkur í stjórnarandstöðu? Stétt með stétt? Fari það í fúlan pytt!
Höfuðstólslækkun skulda? Nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn útí að draga kjósendur á asnaeyrunum í kapp við Framsókn. Þessir tveir flokkar einkavæddu bankakerfið á sínum tíma. Komu því í hendur einkavina sinna, sem "voru í talsambandi við flokkinn" undir forystu DODO! Nú á að kaupa sér atkvæði með ábyrgðalausum yfirboðum og fáránlegum gylliboðum með "velferðarkerfi" fyrir hina "ríku" og stórskuldugu. Almúginn gat ekki slegið 50-100 milljónir í bönkunum útá glæsivillur. Greiðslumatið leyfði aðeins hátekjufólki slíkar skuldsetningar. Nú á sem sagt að bjarga málum með hlutfallsslegri lækkun skulda. Sá sem gat bara fengið lán hjá Íls uppá 10 milljónir á að fá lækkun uppá 2 milljónir. Sá sem fékk lán uppá 50 milljónir bankanum sínum á að fá lækkun uppá 10 milljónir o.s.frv.
Þetta kallast nú ekki félagsleg úrræði eða á neitt skylt við jöfnuð! Sama reddinga-spillingin áfram. Hygla hátekjufólki á kostnað alls samfélagsins, og skattgreiðendur framtiðarinnar eiga að svo að borga. Og hvernig er svo skattkerfið leikið eftir stjórnarsetu sjálfhygliliðsins? Byrðarnar hafa verið fluttar af hinum efnameiri á hina sem minnst mega sín, lágtekjufólkið! Stétt með stétt? (Mússólíní væri hrifinn, en frá honum er slagorð Sjálfstæðisflokksins fengið).
Fari það í fúlan pytt!
27.3.2009 | 21:20
Hugsa upp á nýtt??? Einkavæðing bankanna, einkavæðing heilbrigðiskerfisins, hvað svo?
Á nú að bæti í í einkavinavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins? Fráfarandi formaður rekur hrun fjármálkerfis þjóðinnar til einkavæðingar bankanna undir forystu flokksins. Vilja nú Sjálfstæðismenn fara sömu leið með heilbrigðiskerfið? "Brennt barn forðast eldinn." En skaðbrenndur einkavæðingarflokkurinn stingur hendinni í eldinn, eða hvað? Hverslags trúarbrögð eru þetta hjá þessu fólki, þessi nýfrjálshyggja? Er hún ekki á skjön við "hin gömlu gildi" flokksins? Ætlar "fólk" að halda áfram að bregðast eða vill flokkurinn halda áfram á sömu braut?
Það er ljóst að Sjálfstæðismenn hafa ekkert lært af afglöpum sínum! Og þeir hafa heldur engu gleymt! Sama leið skal valinn. Leið flokksins, sem leiddi þjóðina nánast á vonarvöl!
![]() |
Hugsa þarf heilbrigðismál upp á nýtt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 21:04