"GRÆÐGI ER GÓÐ:" Græðgi er MÓTOR aðvaldsskipulagsins!

Að manni skilst, þá er græðgi góð. Við skulum ekki hneykslast.  Þetta er skv. hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokks (?) landsins. Græðgi er helsta driffjöður auðvaldssamfélagsins, skv. kenningu nýfrjálshyggjunnar.  Og þetta kaus þjóðin, það er liðlega 36% kjósenda í síðustu kosningum, og mun kjósa í næstu kosningum.  Flokkurinn sem trúir á þessa kenningu, "græðgi er góð", nýtur fylgis 30% kjósenda.  Við skulum hugsa um það.  Hér var græðgin sem réð ferð.  Siðlaust, en sennilega  löglegt.  Við skulum ekkert vera hissa á svona fréttum.  Skipulagið bauð uppá þetta. Ekkert sem mátti hindra menn í græðgi sinni, enda "græðgin góð".  Hættan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda í næstu kosningum með fulltingi Framsóknarflokksins eða jafnvel Samfylkingarinnar.  Þá mun ekkert geta hindrað að sama kerfið verði endurreist.  Kerfi sem byggist á hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar: Græðgi er góð!  Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins!
mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin með meirihluta. Svar Helbláa flokksins við sekt sinni er að skipta um hausa á jakkafötunum!

Hvað segja Guðbjörn G. og aðrir bláeygir um það.  Þessir sem telja að nóg sé að skipta bara um hausa á jakkafötunum.  Stefnan hafi ekki brugðist heldur fólk.  Mér er spurn, fylgdi þetta "fólk" ekki stefnu flokksins?  Felast mistök þess í því?  Eða felast ekki mistök þessa fólks ekki einmitt í því að fylgja þeirri nýfrjálshyggju sem Hannes Hólmsteinn og fleiri boðuðu, og flokkurinn tók sem fagnaðarerindi væri?  Mér er nær að halda það!  Með þessari stefnu sinni dekraði svo forysta flokksins við auðvaldið með aðgerðum sínum í skattamálum og í regluverki viðskiptalífsins!  Stefnan fól í sér að hafa sem minnst eftirlit með viðskiptalífinu og hafa regluverkið sem frjálsast og opnast.  Skattastefnan að létta sífellt skattabyrði hinna ríku og þyngja byrðina á hinum efnaminni!  Stefnan sem flokkurinn fylgir hefur boðið uppá aukna mismunun og þjónkun við auðvaldið.  Með þessum líka afleiðingum fyrir þjóðina! 

Nei, það er ekki nóg að skipta um hausa á jakkafötunum!


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband