Stjórnin með meirihluta. Svar Helbláa flokksins við sekt sinni er að skipta um hausa á jakkafötunum!

Hvað segja Guðbjörn G. og aðrir bláeygir um það.  Þessir sem telja að nóg sé að skipta bara um hausa á jakkafötunum.  Stefnan hafi ekki brugðist heldur fólk.  Mér er spurn, fylgdi þetta "fólk" ekki stefnu flokksins?  Felast mistök þess í því?  Eða felast ekki mistök þessa fólks ekki einmitt í því að fylgja þeirri nýfrjálshyggju sem Hannes Hólmsteinn og fleiri boðuðu, og flokkurinn tók sem fagnaðarerindi væri?  Mér er nær að halda það!  Með þessari stefnu sinni dekraði svo forysta flokksins við auðvaldið með aðgerðum sínum í skattamálum og í regluverki viðskiptalífsins!  Stefnan fól í sér að hafa sem minnst eftirlit með viðskiptalífinu og hafa regluverkið sem frjálsast og opnast.  Skattastefnan að létta sífellt skattabyrði hinna ríku og þyngja byrðina á hinum efnaminni!  Stefnan sem flokkurinn fylgir hefur boðið uppá aukna mismunun og þjónkun við auðvaldið.  Með þessum líka afleiðingum fyrir þjóðina! 

Nei, það er ekki nóg að skipta um hausa á jakkafötunum!


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mitt mat er að Sjálfstæðisflokkurinn sé einfaldlega rotnasta stofnun á Íslandi í dag.

Stefán (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 15:15

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Rotna eplið= délistinn!

Auðun Gíslason, 6.3.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband