19.4.2009 | 20:40
Fasteignaskatt er ekki að finna í kosningastefnuskrá VinstriGrænna.
Ómerkilegur lygaáróður délistans um að uppi séu áætlanir um að setja á fasteignaskatt er aðeins til í þeirra hugarheimi.
Eina umræðan um fasteignaskatt innan Vg var á landsfundi flokksins. Þar ræddu menn um hugsanlegan stóreignaskatt, og ekki söguna meir. Aldrei hefur verið talað um almennan fasteignaskatt, einsog óhróður Sjálfstæðisflokksins gengur útá. Ef einhver vorkennir stóreignamönnum vegna hugsanlegra fasteignaskatta á eignir uppá hundruðir milljóna, þá hlýtur sá hinn sami að vera í Sjálfstæðisflokknum! Flokknum sem þegið hefur hundruðir milljóna af kvótagreifum, útrásarvíkingum og öðrum kapítalistum, og kallar styrki. Á mannamáli kallast slíkt mútur!
Þar er ekkert til sem heitir frír hádegisverður!
19.4.2009 | 20:22
Kosningaáróður Sjálfstæðisflokksins ómerkilegar lygar og útúrsnúningar! Einsog reyndar mest af þeirra málflutningi, sbr. mútumálið!
Auglýsingar hins óábyrga smáflokks Sjálfstæðisflokksins eru allar byggðar á ómerkilegum lygum!
Dæmi um slíkt er augl. þar sem Délistinn talar um að núverandi stjórnarflokkar tali niður 6000 atvinnutækifæri í uppbyggingu í áliðnaði. Fyrir það fyrsta var það í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins sem ákvörðun var tekinn um heildarumhverfismat á framkvæmdir tengdar álveri á Bakka! Í öðru lagi kæmi uppbygging í Helguvík aldrei til með að skapa 3000 störf, einsog haldið hefur verið fram. Fyrsti áfangi myndi "aðeins" skapa 1.500 störf í mesta lagi. Og hann einn var áætlaður.
Aðalatriðin varðandi hugsanleg álversbyggingar eru efnahagsástandið í heiminum, orðspor Íslendinga og staða þjóðarbúsins, en fyrst og fremst ástandið í áliðnaðinum í heiminum. Norsk Hydro hefur ákveðið að draga saman álframleiðsluna um 30% í ár miðað við 2008. UC Rusal hefur ákveðið að fresta gangsetningu risa álvers í Boguchany til ársins 2012. Þar er áætlað að framleiða 1.000.000 tonna á ári, sem samsvarar ca ársframleiðslu á Íslandi. Kínverjar auka framleiðslu sína innanlands og greiða sínum fyrirtækjum 10-20% hærra verð en útlendingum. Með þessu hafa þeir nær lokað markaðnum í Kína. Álbyrgðir hlaðast upp í heiminum. Rio Tinto dregur saman vinnslu á bauxíti í Wipa Ástralíu um 23%. Og hægir á byggingu álvers í Yarwun.
Það er mikill misskilningur, að eitthvert álfyrirtæki sé með áætlanir um að byggja áver á Íslandi næstu 3-4 árin. Century-fyrirtækið hefur endurskoðað áætlanir sínar um Helguvík og óvíst um niðurstöðuna. Áætlanir um uppbygginu á næstu mánuðum eru ekki fyrir hendi, og allt óvíst um framtíðina, og reyndar framtíð fyrirtækisins.
Fréttir af álþynnuverksmiðju í Grindavík og raunverulegar áætlanir um byggingu gagnavers á Íslandi eru miklu líklegri til að komast í framkvæmd en draumur délistans um álver. En fréttir af þeim framkvæmdum hafa einhvernveginn ekki farið hátt. Sennilega gleymst í öllu þessi glamri um væntanleg álver!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)