Fasteignaskatt er ekki að finna í kosningastefnuskrá VinstriGrænna.

Ómerkilegur lygaáróður délistans um að uppi séu áætlanir um að setja á fasteignaskatt er aðeins til í þeirra hugarheimi.

Eina umræðan um fasteignaskatt innan Vg var á landsfundi flokksins.  Þar ræddu menn um hugsanlegan stóreignaskatt, og ekki söguna meir.  Aldrei hefur verið talað um almennan fasteignaskatt, einsog óhróður Sjálfstæðisflokksins gengur útá.  Ef einhver vorkennir stóreignamönnum vegna hugsanlegra fasteignaskatta á eignir uppá hundruðir milljóna, þá hlýtur sá hinn sami að vera í Sjálfstæðisflokknum!  Flokknum sem þegið hefur hundruðir milljóna af kvótagreifum, útrásarvíkingum og öðrum kapítalistum, og kallar styrki.  Á mannamáli kallast slíkt mútur!

Þar er ekkert til sem heitir frír hádegisverður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband