14.6.2009 | 19:05
Er Páll Hreinsson vanhæfur til að rannsaka aðdraganda hrunsins?
Það var hann sem samdi lögfræðilega álitsgerð fyrir Valgerði Sverrisdóttur, þegar undirbúið var að leyfa brask á stofnfé sparisjóðanna. Þessi álitsgerð var sem sagt notuð sem helsta lögfræðilega röksemdin fyrir einkavæðingu sparisjóðanna. Þetta brask með stofnféð og einkavæðing sparisjóðanna leiddi svo til hruns sparisjóðakerfisins.
Páll Hreinsson virðist því hafa átt aðild að aðdraganda hrunsins með þessari álitsgerð sinni, sem hann skrifaði fyrir einn af höfuðpaurum einkavæðingarinnar, ráðherra Framsóknar Valgerði Sverrisdóttur.
Nú er það spurning, hvort það gerir hann vanhæfan? Hann sem upphóf einkaeignarréttinn umfram almannahagsmuni? Þessi lögfræðilegi álitsgjafi einkavæðingarinnar!
Var einhver maðkur í mysunni þegar hann bauð Sigríði að segja sig úr rannsóknarnefndinni?Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2009 | 18:29
Eftirmaðurinn strax kominn í vandræði?
![]() |
Fundað um eftirmann Gunnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 13:54
Að skjóta af sér lappirnar. Eða Sigurður G., skuldabréfið og yfirvöldin!
Sigurður G. hefur skotið sig illilega í lappirnar í þessu meinta lánamáli Sigurjóns. Sem mbl.is reynir reyndar að fjalla sem minnst um, einsog önnur spillingamál.
"Hann lánaði sér þetta sjálfur. Hann á þessa peninga." SGG
Þegar SGG er spurður um þessa sjóði sem þetta meinta lán er tekið hjá þá veit hann allt í einu ekkert um þetta. "Ég veit bara ekkert um þetta."
Sigurður G. Guðjónsson útbjó skuldabréfið, en "ég veit bara ekkert um þetta."
Það er ekki nema von að menn vilji losna við Evu Joly!
En hvar er Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra? Hún gerir ekkert nema lögð sé fram kæra með fullum kössum af gögnum, og þar sofna málin meðan skjölin liggja ólesin í kössunum. Sérstakur saksóknari gerir ekki neitt nema honum séu færð málin uppí hendurnar! Og Ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, fer varla að trufla vini sonar síns í vinnunni
Þannig að takist mönnum að losna við Evu Joly geta þeir sofið rólegir! Þá truflar þá enginn við bankaránið!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)