Er Páll Hreinsson vanhæfur til að rannsaka aðdraganda hrunsins?

Það var hann sem samdi lögfræðilega álitsgerð fyrir Valgerði Sverrisdóttur, þegar undirbúið var að leyfa brask á stofnfé sparisjóðanna.  Þessi álitsgerð var sem sagt notuð sem helsta lögfræðilega röksemdin fyrir einkavæðingu sparisjóðanna.  Þetta brask með stofnféð og einkavæðing sparisjóðanna leiddi svo til hruns sparisjóðakerfisins.

Páll Hreinsson virðist því hafa átt aðild að aðdraganda hrunsins með þessari álitsgerð sinni, sem hann skrifaði fyrir einn af höfuðpaurum einkavæðingarinnar, ráðherra Framsóknar Valgerði Sverrisdóttur.

Nú er það spurning, hvort það gerir hann vanhæfan?  Hann sem upphóf einkaeignarréttinn umfram almannahagsmuni?  Þessi lögfræðilegi álitsgjafi einkavæðingarinnar!

 Var einhver maðkur í mysunni þegar hann bauð Sigríði að segja sig úr rannsóknarnefndinni? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Miðað við þetta, þá myndi ég segja að hann ætti hvergi að koma nærri...

Haraldur Davíðsson, 14.6.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Konan hefur verið með oflátungshátt við virðulegan embættismanninn og svo gæti ég trúað að henni hætti til að vera með smámunalega hnýsni.

Það er aldrei skemmtilegt fyrir virðingarmenn að vinna með svoddan fólki.

Án gamans þá eru gamlir embættismenn óhæfir og vanhæfir til svona starfa. Þeir eru sjálfir partur af heildarmyndinni sem þeim er falið að rannsaka.

Árni Gunnarsson, 14.6.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Það er aldeilis morguljóst ,að ef einher er vanhæfur í þessa nefnd þá er það Páll blessaður.

En mönnum er það víst ekki tamt að sjá bjálkann í eigin auga ef þeir þykjast greina flís hjá öðrum!

Kristján H Theódórsson, 15.6.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband