20.6.2009 | 21:25
Ríkisstarfmaðurinn Guðbjörn Guðbjörnsson!
Einkennilegt, hvað mörgum ríkisstarfsmönnum er illa við vinnuveitanda sinn og launagreiðenda. Nú er Guðbjörn Guðbjörnsson, ríkisstarfsmaður, Sjálfstæðismaður, framboðskandidat, óperusöngvari, kennari, stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi námsmaður í Austur-Þyskalandi (ég kann ekki við að segja það nema innan sviga og með spurningamerki: launþegi Stasi?) kominn með Sovét-Ísland á heilann. Og verra getur það varla orðið, nema kannski að vera fall-kandidat úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ég veit svo sem ekki, hvort hann var að stúdera söng eða stjórnsýslufræði. En hafi hann lært stjórnsýslufræði í paradísinni, skýrir það kannski hversvegna hann starfar ekki sem slíkur. Hann er nefnilega tollvörður, einsog Adam sálugi Smith, hálfguð hægrimanna. Vandamálið sem Guðbjörn berst við þessa dagana er að hann telur sig vera orðinn launþega Sovét-Lýðveldisins Íslands (eftir fall ríkisstjórnar Geirs Haarde). Hann segir að hér hafi verið gerð bylting. Og ég sem hélt að hér hefðu farið fram frjálsar og lýðræðislegar kosningar. Og stjórnarskipti verið í landinu í kjölfarið. Þetta hlýtur að vera óþolandi ástand fyrir Guðbjörn, sem telur sig hafa það fram yfir flest okkar að hafa dvalist í Austur-Þýskalandi???
Hvað er nú til ráða fyrir Guðbjörn Guðbjörnsson? a) Skipta um vinnu? b) Flýja land?
Í framhald þessarar færslu má svo lesa hér neðar um "Báknið Burt."
Athugasemd. Sett inn eftir að Guðbjörn Guðbjörnsson hótaði að ráðfæra sig við lögmann um lögsókn á hendur mér:
Það skal tekið fram, að Guðbjörn Guðbjörnsson var EKKI á launaskrá Stasi, eða launþegi Stasi, einsog það var orðað í gríninu. (Ekki frekar en Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og fleiri íslenskir námsmenn í paradísinni). Heimild: Guðbjörn Guðbjörnsson. Hér er sem sagt í lagi að setja ríkisstjórn Íslands í sama sæti og ríkisstjórn Austur-þýskalands. Og að núverandi ríkisstjórn hafi komist til valda með byltingu, en ekki eftir löglegum leiðum. Að hér sé búið að koma á samskonar ríkisvaldi og var við lýði í Alþýðulýðveldinu Austur-Þýskalandi. Og gefið í skyn að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé samkonar harðstjórn og ríkti í Austur-Þýskalandi. Mannorð Guðbjörns Guðbjörnssonar er sem sagt æðra mannorði núverandi ráðamanna á Íslandi! Miðað við viðbrögð GG. og skrif hans um ríkisstjórnina!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.6.2009 | 19:16
Að standa við orð sín.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa haft mörg orð um, að ekki verði skert lífskjör þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Láglaunamenn, aldraðir og öryrkjar verði ekki fyrir barðinu á aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Á föstudaginn kom svo annað í ljós. Þá var boðuð skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja. Ofaná á þær skerðingar sem komu til framkvæmda um áramótin. Þá fengu lífeyrisþegar ekki hækkun í samræmi við hækkun vísitölu, einsog lög gera ráð fyrir. Ofaná skerðingar vegna lækkunar greiðslna frá lífeyrissjóðum. Og ofaná skerðingar sem fólust í hækkun lyfja- og lækniskostnaðar.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa því ekki staðið við orð sín. Það stendur því uppá þá að draga til baka þessar skerðingar, sem kunngerðar voru á föstudaginn!
En kannski hefði bara verið jafn slæmt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn???
![]() |
Staðan skýrist í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2009 | 18:50
Báknið burt???
Einn af hátekjumönnunum á launaskrá ríksins var mikill baráttumaður fyrir því, sem hann kallaði "Báknið burt." Þá var þessi ríkisstarfsmaður í stjórnarandstöðu fyrir Sjálfgræðisflokkinn. Þingmaður og ráðherra var hann og svo forstjóri Landsvirkjunar.
Nú rís uppá lappirnar annar Sjálfstæðismaður á launaskrá ríkisins og segir að ekki sé rétti tíminn til að setja á stofn nýjar stofnanir. Og að þær eigi það til að þenjast út með tímanum.
En þetta segja þeir nú alltaf í stjórnarandstöðu. Og hvað gerist svo, þegar þeir komast í stjórn. Þá þenst starfsemi ríkisins út sem aldrei fyrr. Og það er einmitt á tímum délistans í ríkisstjórn, sem ríkisstofnanir eiga helst til að þenjast út. Sjálfstæðisflokkurinn er jú stór. Og hann þarf að koma meðlimum sínum, vinum þeirra og ættingjum í vinnu einhversstaðar! Sama hvort þeir eru hæfir eða vanhæfir eða óhæfir...
Merkilega mikið af Sjálfstæðismönnum á launaskrá ríkisins, og það er ekki bara vegna þess að hann sé svona stór! Og svo segjast þeir vera svo mikið á móti miklum umsvifum hins opinbera. Spyrjið hugmyndafræðing Flokksins, Hannes Hólmstein Gissurarson. Hann er mikið á móti umsvifum ríksins og vill einkavæða allt. Og hann er einmitt ríkisstarfsmaður og hefur verið alla sína starfsævi!
Og hvert fara þingmenn Sjálfstæðisflokksins í vinnu, þegar þeir missa þingsætið eða hætta í pólitík? Jú, í vinnu hjá ríkinu. Spyrjið Friðrik Sófussons og Sigurð Kára Kristjánsson og ....
Báknið Burt? Á móti ríkisumsvifum? Ég held ekki!
![]() |
Ekki tími nýrra stofnanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 18:31
Þjóðlenduofstopi ríkisvaldsins! Hvað gerir Steingrímur nú?
Sjálfstæðismenn í fyrri ríkisstjórnum, þessir sem er svo annt um einkaeignarréttinn, settu á sínum tíma af stað ferli til að svæla sem mest land undir ríkisvaldið af bændum. Með ofstopa heimtaði nefndin, sem þeir skipuðu og starfar enn, lönd af bændum með kröfugerð, sem studd var einhverjum ólögum sem þingið sett. Eina vörn bænda er að fara með þessi mál fyrir dómstóla með ærnum kostnaði, bæði fyrir þá og ríkið. Fyrir utan þá sóun á tíma og mannafla sem þetta þýðir.
Á föstudaginn sagði hæstvirtur fjármálaráðherra á Alþingi, að ekki yrði farið í að setja fram nýjar kröfur í lönd bænda að sinni. Sama dag birti nefndarómynd Fjármálmálaráðuneytisins nýjar kröfur á hendur bænda. Sama landaránið heldur sem sagt áfram í boði lögfræðingastéttarinnar. Samskiptin innan ráðuneytisins eru greinilega í skötulíki sem fyrr.
En grípur Steingrímur J. í taumana eða ræður hann kannski engu í ráðuneyti sínu?
20.6.2009 | 10:55
Undirbúningur hafinn að nýju bankahruni?
![]() |
Stofna Bankasýslu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 10:40
Að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur...
![]() |
ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 10:23
Illa rekin fyrirtæki. Ein skýring.
![]() |
Fara framhjá gjaldeyrishöftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 10:17
Frysting eigna Landsbankans er þakkarverð!
![]() |
Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 10:03
Og nýir verði ekki skipaðir í staðinn um sinn???
![]() |
Sendiherrum fækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |