The Big Sell-out, framhald!

Og svo verður væntanlega selt áfram til peningamanna, sem þurfa svo aðeins að gæta hagsmuna hluthafanna!  Hagsmunir neytenda fyrir borð bornir, og "Liberal" verður voða glaður!
mbl.is HS Orka tekur kauptilboði Reykjanesbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallkonan seld!

"The Big Sell-out" á Íslandi hafið?  Þarf þá almenningur að fara að hnupla rafmagni og vatni frá útlendingum? 
mbl.is Fréttaskýring: Einkavæðing HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Big Sell-out Íslands hafið!

bigsell-out2 

Þetta er stórhættuleg þróun sem er að hefjast með þessari sölu á HS Orku, ef af verður.  Það er vonandi enginn sem heldur að þessir fjármálamenn ætli sér að reka HS Orku, einsog orku- og veitufyrirtæki hafa verið rekin á Íslandi fram til þessa.  Nei, þeir munu gera allt til að hámarka afraksturinn af fyrirtækinu.  Og hvað mun það þýða í orkuverði til almennings?  Tvöföldun, fjórföldun á verði?

Myndin "The Big Sell-out" var nýverið sýnd á RÚV (kemur á óvart, en góðra gjalda vert).  Þar mátti sjá hvernig fjármálamenn léku samfélagsleg fyrirtæki og stofnanir víða um heim.  Bechtel (var þetta fyrirtæki ekki eitthvað að brasa hér á landi, svo þeir þekkja til hér) "eignaðist" vatnsveitur í Bólivíu, fjármálamenn rafmagnsveitu í S-Afríku, heilbrigðiskerfi Filippseyja var einkagróðavætt.  Hver var niðurstaðan fyrir íbúana, sem þurftu að nota sér þjónustu þessara fyrirtækja og stofnana, sem voru komin í "eigu" peningamanna?  Jú, hún var sú, að fólkið hafði einfaldlega ekki efni á að nýta sér þjónustuna.  Sem það hafði áður getað! 

Nú á sem sagt að hefja "The Big Sell-out" á Íslandi í boði einkavæðingarsinna!

Hér er verið að fremja glæp gegn samfélaginu!                  bigsell-out


mbl.is Erlendir bjóða í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband