14.7.2009 | 21:32
Gamblarar og gamblarar.
![]() |
Bandarískir vogunarsjóðir meðal stærstu eigenda Kaupþings? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 19:11
Krónan og stýrivextirnir. Spillingin, græðgin og gengi krónunnar!
Tryggvi Þór Herbertsson á sína spretti. (Framsóknarkerlingarnar eru greinilega bálskotnar í honum, að minnsta kosti tvær).
Í dag talaði Tryggvi Þór um Evrópusambandið og sérstaklega gjaldmiðilsmálin. Tvennt fannst mér alveg sérstaklega athyglisvert í máli Tryggva. Það er fyrst, að háir stýrivextir hafi grafið undan krónunni. Og annað að hátt gengi krónunnar hafi framkallað það sem hann kallaði gengisglýju. Hátt gengi krónunnar söfnuðu hér inn fjármunum sem hefur svo þrýst genginu niður eftir hrun, svokallaðar hræddar krónur/krónubréfin. Háið vextir sköpuðu hér falska gengisskráningu. Innflutningur var ódýr. Og margir fengu þá tilfinningu að þeir væru ríkari en þeir voru í raun og eyddu því enn meir. Þetta er ræða sem ástæða er til að lesa. Og andsvör í kjölfar ræðunnar.
Það fer saman við þá skoðun, að eigingirni og græðgi(spilling) stjórnmálamanna og fjármálamanna grafi undan gjaldmiðlum. Það sé ekki smæð gjaldmiðilsins sem geri hann veikan fyrir. Þetta er sýnt með rannsókn á fjölda gjaldmiðla sem hafa hrunið og orðið lítilsvirði/einskisvirði.
Er mögulegt að við getum byggt upp traust á krónunni?
Og er mögulegt að við getum byggt upp traust í samfélaginu? Eytt spillingunni, græðginni og valdhroka stjórnmálamanna/embættismanna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 15:31
...frelsa oss frá illu...
![]() |
Skorað á Davíð á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2009 | 12:08
Sturla Pálsson laminn og lemstraður í Svörtuloftum?
Hvað er það sem gengur á í þessum Seðlabanka? Eru lögfræðingarnir í einkaerindum á fundum þingnefnda? Til hvers komu þeir á fundinn? Og hvenær mæta þeir sem lögfræðingar bankans og hvenær sem einstaklingar?
Hvað með Sturlu Pálsson, hagfræðing og yfirmann alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, fulltrúi Seðlabanka Íslands í samninganefndinni um Icesave? Gengur hann um lemstraður og laminn í vinnunni, eða er hann kannski enn í Rússlandi að sækja Rússalánið?
Er enginn sem getur haldið skikki á þessu liði? Einn af hagfræðingum bankans stóði í slagsmálum í miðbænum í haust. Hvort var hann þar sem einn af starfsliði Seðlabankans eða sem einstaklingur? Miðað við að lögfræðingar bankans mæti í einkaerindum á fund utanríkismálanefndar, má þá ekki allt eins búast við að hagfræðingurinn hafi gert tilraun til að berja mann og annan sem opinber starfsmaður Seðlabankans? Kannski það hafi talist til efnahagsaðgerðar?
Hver á svo að bera virðingu fyrir svona batteríi? Eða taka mark á því?
P.s Nei, hér verður ekki minnst á Davíðs kranasúpu!
![]() |
Ekki formleg umsögn Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2009 | 11:33
Endurhæfa þarf starfsfólk bankanna! "Hvað gerðist?"
Viðhorf þjónustufulltrúa bankanna virðist einkennast af miklum skorti á þekkingu og þjónustulund. Það er jafnvel þannig, að það er einsog þessir starfsmenn séu ekki alveg með á nótunum.
Vinir mínir reka fyrirtæki. Þau hófu reksturinn ca. ári fyrir hrun. Fóru með velútbúna rekstraráætlun í bankann og fengu þá fyrirgreiðslu sem þau þurftu. Það þarf ekki að spyrja að því ,en reksturinn gekk allur úr skorðum við hrunið í haust. Uppúr áramótum fóru þau í bankann. Fengu þar viðtal við þjónustufulltrúann. Sýndu breytingarnar, sem höfðu orðið á rekstrinum við hrunið svart á hvítu, og fóru fram á breytingar á láni og fleira.
Fulltrúi bankans spurði: Hvað gerðist?
![]() |
Ráðþrota gegn úrræðaleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 11:15
Faðir vor...
... eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu...
Kranaviðtal við veruleikafirrtan pólitíkus á eftirlaunum tekið af illa undirbúnum jádrengjum. Þannig að ég er eiginlega alveg orðlaus. Hér talar maður sem pródúserar ekki-staðreyndir útí eitt. Er hann ekki búinn að gleyma öllu síðan í haust. Einhver spurði, á hverju er maðurinn! Og er nema von að spurt sé.
![]() |
Engin ríkisábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |