Hinir pólitísku uppvakningar!

Eru nú pólitískir uppvakningar orðnir “in”. Fyrst Davíð og svo Ingibjörg. Það er þá víðar sinubruni í grasrótinni en Sjálfstæðisflokknun!

Ef við Íslendingar höfum fengið nóg af spillingu stjórnmálamanna, embættismanna og fjármálamógúla ættum við að taka á okkur stóran krók til að forðaast Evrópusambandið! Það var eihverntíma byggt á hugsjónum en er í dag apparat sem snýst um að viðhalda sjálfu sér og þægilegu líf spilltrar hirðar 30.000 embættismanna!

Tilefnið eru "endurkomur" Do og ISG inní stjórnmálaumræðuna!

http://eyjan.is/blog/2009/07/17/ingibjorg-solrun-umsokn-i-esb-naudsynlegur-leidangur-icesave-samningar-eru-oskyld-malefni/


Davíð (alltaf gaman að minnast á hann), stjórnmálin, atvinnulífið og fjármálaheimurinn.

musso 

"Political power infused the entire financial system, which could hardly be distinguished from the political system,"noted David Oddson, the prime minister between 1991 and 2004 who led the movement to deregulate the capital markets and privatise state-owned companies, most importantly the banking sector.

"Political power infused the entire financial system, which could hardly be distinguished from the political system,"

Stétt með stétt!

Það held ég, að Benito Mussolini, il Duce, hefði orðið hrifinn!  Það vantar bara að minnast á hvernig verkalýðshreyfingin kemur inní þessa mynd.

Samkrull stjórnmálaflokkanna, fjármálaheimsins, samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar er í anda gamla facistans! il Duce!


Einfalt mál. Fella þarf Icesave-frumvarpið!

Og þar með eru EVRÓPUSAMBANDSVANDRÆÐIN úr sögunni!

En er ekki Björn Valur úti á sjó?


mbl.is Icesave úr nefnd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá verður að fella tillöguna um ríkisábyrgð á Icesave-láninu! Tvær flugur í einu höggi.

Innlent - fimmtudagur, 16. júlí, 2009 - 10:29

Financial Times: Bretar og Hollendingar koma í veg fyrir ESB-aðild Íslands verði Icesave fellt

esb2.jpgSérfræðingar sem breska stórblaðið Financial Times hefur rætt við spá því að Bretar og Hollendingar muni koma í veg fyrir að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu ef Alþingi fellir ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu.

Þetta kemur fram í blaðinu í dag.

Financial Times fjallar um umræðurnar á Alþingi og í þjóðfélaginu um ESB og Icesave. Það vitnar í Svein Harald Oygard seðlabankastjóra sem segir að þjóðin geti staðið undir skuldabyrði Icesave, en segir að efasemdir séu um það meðal almennings.

Fleiri erlendir fjölmiðlar og fréttastofur fjalla um stöðu mála á Íslandi í dag, svo sem Wall Street Journal, BBC, Deutsche Welle og Reuters.


Enn um spillinguna í EU (af nógu að taka). OLAF.

Spillingin innan OLAF!  Eftirlitsstofnun með svikum og prettum innan EU.  Þar eru yfirmennirnir gjarnan fólk sem hefur orðið uppvíst að hvítflibbaglæpum!  Afdankaður pólitíkus úr Eystrasaltinu m.a..    

http://www.youtube.com/watch?v=ezGfaOC7TCI 

 

 


Var búsáhaldabyltingin fyrsta skrefið inní hið gerspillta EU?

Á árinu 1963 hófst umræðan um inngöngu Tyrklands innan EU.  Enn eru þeir ekki komnir inn.  Það er að sjálfsögð hárrétt að EU getur ekki bjargað Íslandi útúr þeim ógöngum sem við komum okkur í sjálf.  Og undirritaður vonar innilega að þessi þýski stjórnmálamaður eigi sem flesta skoðanabræður innan EU!

Ég hélt, að við Íslendingar værum búin að fá nóg af spillingu og græðgi fjármálamanna, embættismanna og stjórnmálamanna.  Og ef það er rétt hjá mér, þá höfum við ekkert að gera í EU.  Það væri einfaldlega að fara úr öskunni í eldinn.

EU var stofnað á grundvelli hugsjóna og þær réðu ferð framan af.  Þessar hugsjónir eru löngu gleymdar og rykfalla nú í risavöxnum skjalasöfnum EU!  Það sem ræður ferð nú, er sérgæska, spilling og græðgi!  Embættismannaveldi, sem hefur það eitt aðalmarkmið að viðhalda sjálfu sér og hinu þægilega lífi 30.000 vellaunaðra meðlima sinni!  Þetta er skilgreining eins af þingmönnum EU-þingsins.  Þessu embættismannaveldi er nær ómögulegt að hnika eða breyta, nema það vilji það sjálft.        Engin búsáhaldabylting getur komið því frá! 

Starfsmenn EU, sem voga sér að gagnrýna regluverkið, benda á spillingu og birta skjöl sem koma sér illa fyrir þetta veldi, eru reknir!  Sendiboðinn er skotinn!  Endurskoðendur EU hafa neitað að skrifa uppá reikninga EU ár eftir ár!  Sumir hafa verið reknir fyrir þær sakir einar!

Dæmdir menn (hvítflibbaglæpamenn) hafa verið settir yfir þá stofnun, OLAF, sem á að hafa eftirlit með og fletta ofan af svikum og tengdum afbrotum.  Þar á meðal fyrrum valdsmaður í Eistlandi, og meðlimur í Sovéska kommúnistaflokknum.

Það er ljótt, ef búsáhaldabyltingin verður talin fyrsta skrefið í göngu okkar inní EU.  En sagt hefur verið um það, að aldrei fyrr hafi jafn fáir prettað og svikið jafn marga!


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband