Einfalt mál. Fella þarf Icesave-frumvarpið!

Og þar með eru EVRÓPUSAMBANDSVANDRÆÐIN úr sögunni!

En er ekki Björn Valur úti á sjó?


mbl.is Icesave úr nefnd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. alls enginn vafi á, að Hollendingar og Bretar, myndu setja upp hindranir á umsóknarferlið, eins lengi og deilur um Icesave myndu standa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.7.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Bestu rökin fyrir því að fella Icesave!

Auðun Gíslason, 18.7.2009 kl. 23:07

3 Smámynd: Andrés.si

Einar. Hvað með það ef hindranir koma á stað Icesav?  Málið er ekki flókið eins og einhverjir reyna að segja.  En byrja skal á réttu megin. Og það er að skrá sig úr NATO til að byrja með.  Svo fylgir bara annað og annað. Með því fæ Ísland aukin traust, stolt og alt önnur lönd í bandalag með sér.

Andrés.si, 18.7.2009 kl. 23:43

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Rétt Andrés!  Veljum okkur vini og bandamenn við hæfi!  Flestar Evrópuþjóðir eru bakka í vörn gegn kreppunni og reyna fyrst og fremst að bjarga sínum eigin samfélagi.  Sprungur eru farnar að koma í EU-samstarfið!  Kannski endurreisnin drepi bæði kapítalismann og Evrópusambandið? 

Auðun Gíslason, 18.7.2009 kl. 23:49

5 Smámynd: Andrés.si

Endurresisnin get haft áhrif á það fólk sem stjórna heiminum í formi sem að hafa það erfitara að framkvæma planaða hlutir. 

Það er einn her, einn gjalðmiðill, einn forseti.  Alt í lagi með það. En það land sem einn forseti ætla að stjórna þarf ekki herinn endilega.  Sem sagt við erum langt frá því að búa á jörðini undir einn forseta. 

 Svo annað sem ég fer fram. Aftengja öllum ratsjá stöðvum á Íslandi sem NATO hefur sett á stað á sinum tíma.  Afleiðing þess getur jafnvel verið að fólk með gamla silfur tanfillinga víða í Evrópu missti hugboðslegt tilfining.  Ég veit bara að þeir leika sig með hátækni. Og rétt er að Íslendinga hafa rétt í að aftengja svona ratsjá. 

Andrés.si, 18.7.2009 kl. 23:59

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það væri út í hött, að segja sig úr NATO.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.7.2009 kl. 02:31

7 Smámynd: Andrés.si

Einar.  Þegar á fljótu bragði er litið er það rétt hjá þér.   En getur þú farið dypra í það þar sem vel kemur í ljós að í raun þurfa aðrir Ísland inn í bandalaginu en ekki Ísland NATO. 

Svo má ekki gleyma að þeir kasta í okkur fréttir um kafbátar rússneskar í Drekasvæði, vélar þeira og fleira þannig. Minnst aldrei orð um til dæmis kafbátar annara segjum bara NATO þjóða sem menga hér. einu sinni en upplysinga ároður.

En þér er velkomin að koma skoðanum í framfæri.

Andrés.si, 19.7.2009 kl. 11:54

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta eru gagnkvæmir hagsmunir.

Við verðum að hafa í huga, að við höfum ekki her. Án aðildar að varnarbandalagi, getur lítill herflokkur labbað af skipi eða út úr flugvél, og tekið allar mikilvægar stjórnarbyggingar, þar með talið þingmenn og ríkisstjórn.

Staðreyndin er sú, að við voru á bresku yfirráðasvæði, síðan Bretar urðu ráðandi á höfunum að afloknum Napóleón stríðunum. Síðan, höfum við verið á bandarísku. Um þetta ráðum við engu.

Á hinn bóginn, með aðild að NATO, höfum við áhrif á hvernig vörnum Íslands er háttað. Sannarlega, getum við ekki neytt neinn til að vera hér, sbr. heimskulegar tilraunir Halldórs Ásgrímssonar, til að neyða Bandaríkjamenn, til að fara ekki, þegar þeir sjálfir töldu óþarfa að hafa hermenn lengur á Íslandi.

Þó, þetta hljómi svipuð rök, og rök margra um ESB aðild, þá er NATO og ESB ekki alveg sambærilegt. Í NATO, eru enn allar ákvarðanatökur, skv. reglunni að allir þurfa að vera sammála. Þ.e. einn segir 'Nei' getur komið í veg fyrir ákvörðun. Þannig séð, fæ ég ekki séð, að fyrir okkur, sé nokkur skapaður hlutur neikvæður við að vera meðlimir að NATO. 

Sannarlega, eru sumir jafnari, en aðrir og í NATO, á það við Bandaríkjamenn, helst. En, "NEI" - neitunarvald, virkar alveg ágætlega, gagnvart Evrópu ríkjum, innan NATO, þó þurfi að vera mjög viss, um hvað með vilja gagnvart Bandaríkjunum.

Við höfum, miklu meiri áhrif innan NATO, en innan ESB. Ef við förum úr NATO, þá sannarlega, minnka áhrif okkar mikið. Þá, erum við raunverulega, ekki áhrifameiri, en hvert annað lítið eyríki í t.d. í Kyrrahafi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.7.2009 kl. 12:10

9 Smámynd: Andrés.si

Einar. þú gleymir að með því að vera í NATO þekur þú þátt í öllum stríðum nú á dögum. NATO, Icesave, IMF, Brettland, USA og Holand eru mjög mikið samtengðir og ekki voru kannar þeir sem réttu hönd til dæmis.  Nei.

Svo með því að ganga í EB þarf að borga sérstakan hernaða útgjalð. Þott það verður ekki í formi í upphaflegum samnningum, kemur það seinna.  

Það sem þú ert að segja um sögu Bretta Amerikana og NATO  er rétt. En tími er öðruvissi og ég er sannfærður um að það er algjör óþarfi að vera hér um með her eða að vera í bandagi, því vopn hefur löngu komið í stofu framleiðslu en ekki inn í iðnaða geira.  Svina flensa er þannig til dæmis og engin NATO hjálpa þér gegn því vopn. :) 

Mættu á morgu á Austurvöll þar getur þú fengið ráð gegn svína flensu. :) :) 

Andrés.si, 19.7.2009 kl. 12:18

10 Smámynd: Auðun Gíslason

"...minnka áhrif okkar mikið..."   Við skulum ekki sjá ofsjónum yfir þessum meintu áhrifum okkar!  Hvaða áhrif hefur Ísland í alþjóðasamfélaginu.  Ætli megi ekki segja, að við höfum einskonar micro-áhrif.  Og ekki hafa þau áhrif aukist!  Og til hvers að hafa áhrif?  Í því samfélagi sem við höfum valið okkur.

Við myndum hafa mun meiri áhrif með því að taka meiri þátt í saamstarfi þjóð utan hernaðarbandalaga, utan EU o.s.frv.  Við eigum að fara að taka þátt í samstarfi sembyggir á þátttökunni í Sameinuðu þjóðunum.  Ráðstefnum um efnahagsmál, einsog þeirri, sem haldin var í Egyptalandi.  Nýta sambönd okkar sem hafa skapast með námi Afríku- og Asíubúa á Íslandi.  Sambönd í Suður-Ameríku sem hafa skapast á sama hátt.  Og auka viðskipti og samskipti okkar við þessa hluta heimsins!  Samskipti á vettvangi Smeinuðu þjóðanna ekki í hernaðarbandalagi eða efnahagsbandalagi hinna ríku (þar sem auðmenn og auðhringir ráða ferð).

Auðun Gíslason, 19.7.2009 kl. 12:57

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

NATO - hefur ekkert með Icesave, að gera. Þó, að sömu löndin séu meðlimir, þá hefur NATO ekkert með fjármálastarfsemi, að gera.

Þvert, á móti, tel ég að núverandi tímar, séu fullkomlega sambærilegir við árin milli stríða. Með öðrum orðum, séu næstu átök einungis, rétt handan við hornið.

--------------------------------------------

Kína, er þegar búið að gera Myanmar, að hjálendu sinni - en taku upp kort af SA-Asíu, þ.s. hún sést öll, þá sérðu að hafnir í Myanmar eru í raun og veru, í skemmri fjarlægð frá SV-héröðum kína, heldur en eigin hafnir Kínverja.

Þeir eru þegar, búnir að setja upp flotastöðvar, þar og eru önnum kafnir í dag, að byggja upp öflugar vegasamgöngur.

Fyrir utan þetta, eru þeir að semja við Thailendinga, um að gera skipaskurð í gegnum Malakkaskaga. Einnig, hafa þeir sett upp flotahöfn, í Pakistan - og eru aðal seljendur vopna til Pakistan.

Ef við snúum okkur, að Afríku, er nokkurs konar 'second colonization' á byrjunarstigi, þ.s. Kínverjar, gera samninga við spilltar harðstjórnir eða spilltar skammsínar elítur, um 'eclusive rights' að tilteknum auðlindum. Vestur-velding, hljóta að bregðast við þessu, á einhverjum tímapunkti, í framtíðinni.

Hvað varðar, Mið-Asíu, þá voru Kínverjar snemma í Júní, að klár stóra gasleyðslu, sem liggur alla leið frá gashéröðum Kasakstan til Synkiang í Kína. Kínverjar hafa verið að moka peningum, undanfarið í ríki Mið-Asíu, til að eignast fyrirtæki, námur og hvað eina. Einungis, er spurning um tíma, hvenær Mið-Asía verður formlega, kínversk yfirráðarsvæði.

Rússland, Rússar eru einnig farnir að selja gas, beint til Kína. Þeir, eru núna að ganga í gegnum miklar efnahags-hörmungar, allt eins slæmar og okkar. Spurningin, er hvort Rússar, verða svo forheimskir, að tengjast Kína nánari böndum, en Vesturveldunum. Þeir hafa ekki val um sjálfstæði, heldur að hvorum þeir halla sér. Ef þeir halla sér að Kína, verður Rússland 'very much a junior partner' sbr. öxulveldin sálugu. Ef það gerist, hefst kalt stríð af fullum krafti á ný.

--------------------------------------------

Þ.s. ég er að segja, er að það sé mikil skammsýni, að skoða mál, einungis útfrá því, hvernig þau líta út akkúrat í augnablikinu.

Ég er þeirrar skoðunar, að kalt stríð sé það líklegt, að mjög óvarlegt væri, að yfirgefa NATO.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.7.2009 kl. 17:06

12 Smámynd: Auðun Gíslason

Einar!  Þessar stofnanir eru allt sama bixið.  Til þess skipulagðar að halda heimsbyggðinni í heljargreipum kapítalismans og vestrænnar hnignunar! 

Kínverjar eru farnir að keppa um yfirráðin, enda hafa þeir heldur betur bolmagn til.  Hvað myndi gerast í USA ef Kinamenn lokuðu fyrir lán til þeirra og tækju sig til og innleystu ríkisskuldabréfin sem þeir eiga?  Færi USA ekki lóðbeint á hausinn?

Auðun Gíslason, 19.7.2009 kl. 18:57

13 Smámynd: Andrés.si

Hvað rug er þetta Einar? NATO hefur ekkert með fjármala starfsemi að gera. Stærsti loby heims eru einmitt herin og lyfjaframleiðsla.  Partur af lyfjaframleiðslu er herin.  Bæði hafa einmitt mjög mikið með fjármal að gera.

Kalt stríð er buið en stríð heldur áfram. Það kallast bara ekki kalt stríð. Því ekki nota tækifæri og skrá sig úr NATO? Ísland er einmitt fyrir Evrópu hluti af þeira programi því gott að berja sig að vera útan þess samband og ekki í NATO.  

Þú sem fræðingur getur alveg reiknað út hvað mikið af þjóðarframsleiðslu þarf innan EU að verja til hernaðar utgjalða.. Gerðu svo vel. 

Andrés.si, 19.7.2009 kl. 19:51

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Einar!  Þessar stofnanir eru allt sama bixið.  Til þess skipulagðar að halda heimsbyggðinni í heljargreipum kapítalismans og vestrænnar hnignunar! "

Ég er eiginlega, þeirrar skoðunar, að kapítalismi, sé það skásta sem við höfum. Hann hefur marga galla, en tilraunir fyrri aldar, að reyna að skipta honum út, einungis leiddu til enn verri hamfara.

"Kínverjar eru farnir að keppa um yfirráðin, enda hafa þeir heldur betur bolmagn til.  Hvað myndi gerast í USA ef Kinamenn lokuðu fyrir lán til þeirra og tækju sig til og innleystu ríkisskuldabréfin sem þeir eiga?  Færi USA ekki lóðbeint á hausinn?"

Það myndi Kína líka gera.

"Hvað rug er þetta Einar? NATO hefur ekkert með fjármala starfsemi að gera. Stærsti loby heims eru einmitt herin og lyfjaframleiðsla.  Partur af lyfjaframleiðslu er herin.  Bæði hafa einmitt mjög mikið með fjármal að gera."

Ég nenni, nú ekki að karpa um samsæriskenningar við ykkur.

Bandaríkin, eyða cirka 5% af sinni landsframleiðslu til hermála. Samt, eyða engvir meira til hermála, en Bandaríkjamenn.

Þ.e. mjög margt annað í dag, sem hefur meira fjármagn á milli handa, en hergagnaiðnaðurinn.

Evrópa, er með eyðslu upp á cirka 2% af landsframleiðslu til sinna, hermála.

Þ.e. ekki gott að segja, hvaða iðgrein heimsins, hefur mest fjármagn, úr að spila.

Sennilega, er olíuiðnaðurinn, þar hæstur á blaði. Ekki víst, að lyfjaiðnaður komi nr. 2. Efnaiðnaður, sem framleiðir m.a. plast, er mjög stór. Mig grunar, að sá iðnaður sé nr. 2. Lyfjaiðnaður, gæti verið nr. 3.

"Kalt stríð er buið en stríð heldur áfram. Það kallast bara ekki kalt stríð. Því ekki nota tækifæri og skrá sig úr NATO? Ísland er einmitt fyrir Evrópu hluti af þeira programi því gott að berja sig að vera útan þess samband og ekki í NATO.  "

Alveg viss, um að það væru mjög alvarleg mistök.

NATO aðild, færir okkur ekki einungis áhrif, t.d. er engin leið, að Bretar hefðu hörfað í landhelgisdeilunni, ef ekki hefði verið fyrir a)NATO aðild okkar og b)varnarsamninginn. Ég er ekki viss, hvort skiptir meira máli.

En, þessi báðir samingar, tryggja okkur öryggi, án þess að við höfum þurft að eyða nema brota broti hlutfallslega, af því sem aðrar NATO þjóðir, hafa kostað til varna.

Þú ert mjög 'naive' ef þú heldur, að aðrir láti mann í friði af þeirri ástæðu einni, að maður vilji vera í friði. Svisslendingar, kunna á þetta. Þeir, hafa alltaf tryggt að þeir séu látnir í friði, með öflugum eigin vörnum.

Við erum of smá, til að geta varið okkur. Ekki sénst. Eina vörn okkar, liggur í að tilheyra - skárra liðinu.

"Þú sem fræðingur getur alveg reiknað út hvað mikið af þjóðarframsleiðslu þarf innan EU að verja til hernaðar utgjalða.. Gerðu svo vel. "

Meðal Evrópuríkið, eyðir eitthvað í kringum 2% af þjóðarframleiðslu, í dag.

Ég er í engum vafa, að nýtt kalt stríð, mun skella á.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.7.2009 kl. 22:54

15 Smámynd: Auðun Gíslason

Kína myndi ekki fara hausinn við að hætta að lána USA!  Hvað varðar að kapítalisminn sé það besta sem við þekkjum, þá er það viðhorf sem hefur verið hamrað á þar til "allir" fóru að trúa því.  "Stórkapítalistinn  Gulli Bergmann í Karnabæ benti réttilega á að mannkynið gæti ekki búið við kapítalismann öllu lengur ef það ætlaði að lifa af.  Ekki kapítalisma í þeirri mynd sem við þekkjum.  Til þess væri misskiptingin of mikil og of lítið til skiptana.  Og það held ég að sé hárrétt hjá honu.  "Allir" fóru að trúa að þessi óhefti kapítalismi væri einskonar guðsgjöf.  Náttúrulögmál og ekki völ á neinu betra.  Betra fyrir hvern?  Veltu því fyrir þér!  Við þurfum að opna hugsun okkar og líta út fyrir askbrúnina!

Auðun Gíslason, 19.7.2009 kl. 23:29

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú sagðir meira...

"Hvað myndi gerast í USA ef Kinamenn lokuðu fyrir lán til þeirra og tækju sig til og innleystu ríkisskuldabréfin sem þeir eiga?"

Svar hagfræðinnar, er það að Kína hefur engin önnu skuldabréf, sem eru betri fjárfesting, heldur en bandaríks skuldabréf. Vandi Kína, hefur í gegnum árin, verið gríðarlegur afgangur í Dollurum. Einfaldast, ekki einungis vegna þess að þau eru einnig í Dollurum, er að kaupa bandarísk ríkisskuldabréf, heldur vegna þess, að nægilegt framboð er af þeim ríkisskuldabréfum, til að mæta þörfum Kína, til að ávaxta sinn Dollara-afgang.

Jú víst, það væri mjög alvarlegt áfall, fyrir Kína að gera það sem þú, stakkst upp á, að hætta að kaupa Dollarabréf og þ.s. verra er, að losa sig við þau.

Hagkerfi Kína og Bandaríkjanna, hafa eiginlega orðið að 'symbiont' - með öðrum orðum virkað sem eitt megahagkerfi. Hvorugt, hefur um árabil haft efni á að rugga þeim bát, að ráði.

"Til þess væri misskiptingin of mikil"

Misskipting, er ekki á sjálfu sér vandamál fyrir kapítalisma. Í reynd, er misskipting óhjákvæmileg, ef ekki væri fyrir annað en að fólk er mishæfileikaríkt. Önnur staðreynd er sú, að fyrir daga iðnbyltingar var misskipting auðs, innan þeirra landa sem í dag teljast fullþróuð, miklu mun meiri en er reyndin í dag. Fámenn, ofsarík aðals-stétt ríkti yfir pöpulnum, sem að stærstum hluta bjó við eymd fátæktar. Þannig, hefur iðnbyltingin valdið mestu minnkun misskiptingar auðs, sem nokkru sinni hefur átt sér stað í sögu þeirra landa, sem teljast í dag fullþróuð.

Aftur á móti hefur orðið til, mikil hnattræn misskipting auðs, sem ekki var áður til staðar í þeim mæli. Ástæða, hinna hnattrænu misskiptingar, er fyrst og fremst söguleg; þ.e. hagkerfi Evrópu og Bandaríkjanna, hófu iðnbyltinguna. Með öðrum orðum, þau náðu ákveðnu samkeppnisforskoti á önnur hagkerfi, fyrir þá ástæðu eina. Iðnbyltingin, hófst við upphaf 19. aldar, þannig að Evrópa og Bandaríkin, hafa nær 200 ára forskot í auðssöfnun. Þetta er meginástæðan.

Afríka, fyrir daga nýlendustefnunnar, var einnig eins og í dag, bláfátæk og vanþróuð.

" Við þurfum að opna hugsun okkar og líta út fyrir askbrúnina!"

Ég sé enga lausn, nema lagfæringar á núverandi kerfi, enda brugðust allar tilraunir síðustu aldar, til byltingakenndra lausna. Þær lausnir, ef lausnir ætti að kalla, reyndust miklu mun verri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.7.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband