22.7.2009 | 21:37
Stefna forystumanna ríkisstjórnarflokkanna: Skjóta fyrst og spyrja svo! EF ÞEIR NENNA ÞVÍ ÞÁ!
Stefna forystumanna ríkisstjórnarflokkanna í Icesave-málinu og ESB hefur verið sú að skjóta fyrst og spyrja svo. Ef hún nennir því þá á annað borð!
Aðfarir ríkisstjórnarinnar í ESB/EU-málum minnir á þegar menn voru munstraðir í Heimdall í gamla daga. Fyrst voru þeir skráðir inn og svo voru þeir spurðir. Oft fréttu þeir utanaðfrá að þeir væru skráðir Heimdellingar. Þjóðin er munstruð fyrir umsókn um aðild að Evrópusambandinu og svo verður hún spurð hvort hún hafi viljað það; seinna. Maður nennir varla að hafa það hangandi yfir sér að þurfa að spyrja þjóðina. Afgreiðum málið bara í hasti fyrir sumarfrí. Því í sumarfrí þurfum við að komast; í lax og í golf! Kannski verður þjóðin bara aldrei spurð, enda má efast um að hún sé þjóðin!
Icesave-málið hefur fengið þvílíka meðhöndlun þeirra sem um hafa vélað, að stórlega má efast um að þeir hafi spurt um eða kynnt sér alla málavexti áður en samið var. Reyndar má segja, að yfirskyttan í því máli hafi verið allt í senn blind, siðlaus og heyrnarlaus fyrir utan að fyrirlíta þjóðin. "Ég nennti bara ekki að hafa þetta hangandi yfir mér lengur." Var það ekki einhvern veginn svona sem yfirskyttan tjáði sig um skyldur sínar við landið, þjóðina og framtíð hennar.
Maður verður náttúrulega að skilja, að menn vilji komast í sinn lax og sitt golf!
Hér kemur smáaletrið: Það er kannski búið að semja um ESB/EU? Sagan segir nefnilega, að samningurinn um Icesave hafi verið tilbúinn fyrir kosningar.
![]() |
Hvorki fyrirvarar né frestun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2009 | 16:43
Þingmenn eru misjafnlega merkilegir...
...með sig. En þessi er með þeim merkilegri, að eigin áliti! Meðlimur í flokkseigendafélaginu og elítu landsins. Fyrrverandi róttæklingur, já, einu sinni þótti meira að segja fínt að vera róttækur. Og þá voru róttæklingar margir! En ekki lengur...
22.7.2009 | 13:44
Óttastjórnun! Óttaslegin...hvað? Hóta hverju?
Að stjórna með hótunum er gamalkunnug aðferð. Síðan elstu menn muna hefur það verið aðferðin til að fá verkalýðshreyfinguna til að samþykkja vonda kjarasamninga. Í seinni tíð hefur minna borið á þessu því forystan hefur orðið sílítilþægari. Og nátengdar SA og ríkisvaldinu í hinum stórvaxna rottukóngi valdsins.
Ef þið samþykkið ekki samninginn fer þjóðfélagið á hliðina! Hver man ekki eftir þessum málflutningi? Nú er þessu beitt til að fá þingmenn og þjóðina til að kyngja Icesave-samningnum. Á nákvæmlega sama hátt og launþegar hafa verið hræddir til að samþykkja kjarasamninga, sem gerðu EKKI ráð fyrir að hægt væri að lifa á afrakstri dagvinnunnar. Og hvenær hefur það gengið eftir? Aldrei! Þjóðfélagið hefur aldrei farið á hliðina þó samningar hafi verið felldir. Þrátt fyrir allar hótanir!
Ef þið samþykkið ekki...
Eigum við ekki bara að taka þá áhættu og vita hvort einhver innistæða er fyrir þessum hótunum ?
![]() |
Óttaslegin utanríkismálanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |