30.1.2010 | 23:22
Bjarni tekur snúning á Icesave-deiluna! Lóð á vogarskálar sáttar?
Hvað á Bjarni við með þessum orðum: ...allt það sem þeir hafa lagt fram? Hollendingar og Breta lögðu fram 1300 milljarða, þeir hafa viljað 750 milljarða til baka með vöxtum miðað við eftirstöðvar hverju sinni! Fóru þeir fram á alla upphæðina núna, þ.e. 1300 milljarða? Eða heldur Bjarni bara að það hafi alltaf verið þannig? Hvaða meining er í þessu útspili hans? Kannski vill hann ekki sátt stjórnar og minnihluta þingsins? Er þetta enn eitt "dauðaspil" hans í öllu samstöðutalinu?
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497888/2010/01/30/5/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2010 | 16:23
Reglur sveigðar og beygðar, og lögin brotin.
Einhvernvegin hvarflar að manni, að menn hafi ekki tekið lög og reglur mjög alvarlega undanfarin ár. Að menn hafi leyft sér að fara sínu fram. Ýmislegt hafi fengið að viðgangast óátalið af hálfu endurskoðenda og skattstjóra landsins. Litið hafi verið á sumt sem smámál, sem ekki hafi verið vert að fetta fingur útí. Svona einsog hvern annan rófuþjófnað. Mál Ásbjörns hefði aldrei komið uppá yfirborðið, nema vegna (óþarfa?) spurninga blaðamanns.
Hvað eru mörg svona mál undir yfirborðinu?
Eru skattskýrslur fyrirtækja og eigenda þeirra ekki yfirfarnar? Eða ársreikningar fyrirtækjanna?
Eða telst svona nokkuð bara tittlingaskítur, sem óþarfi er að gera veður útaf?
![]() |
Ólögleg arðgreiðsla Ásbjörns rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2010 | 02:59
Herra misskilinn! Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur!
"Við höfum gleymt því að það eru tvær meginstoðir vestrænnar arfleifðar sem við erum stolt af. Annars vegar er það þróun hins frjálsa markaðar. Hins vegar er það þróun lýðræðis. Það sem ég gerði, þegar ég stóð frammi fyrir þessari ákvörðun, var að velja á milli fjármagnsins og lýðræðisins. Ég ákvað að fylgja lýðræðinu. ÓRG á CNN. (Eitthvað er mikið bogið við þessa röksemdarfærslu).
Ég leyfi mér að gera eftirfarandi athugasemdir: 1. Að þróun hins frjálsa markaðar sé önnur af meginstoðum vestrænnar arfleifðar! 2. Að þróun hins frjálsa markaðar sé eitthvað til að vera stoltur af!
Svipaðar efasemdir má hafa um þróun lýðræðisins!
30.1.2010 | 02:11
Bjarni Ben við ráðherrana í Haag: Icesave fari fyrir dóm ef þið haldið kröfum til streitu
Þetta kemur fram á vefsíðu Björns Bjarnasonar fyrrverandi dómsmálaráðherra í kvöld. Sjá skrif á Eyjunni: http://eyjan.is/blog/2010/01/30/bjarni-ben-vid-radherrana-i-haag-icesave-fari-fyrir-dom-ef-thid-haldid-krofum-til-streitu/
Sjálfstæðismenn virðast hafa þurrkað haustið 2008 útúr minni sínu. BB velur að muna ekki eftir minnisblaðinu fræga frá 11/10 08, samningnum við ESB 14/11 08 (sjá frétt frá 16/11 08) eða þingsályktuninni um ríkisábyrgð frá í desember 2008! Nei, í samræmi við eðli sitt velur hann skítkast útí þá stjórnmálamenn, sem tóku að sér að þrífa hér upp eftir 18 ára óstjórn X-D í efnahagsmálum! Ómerkilegri verða stjórnmálamenn ekki en Björn Bjarnasons! Burgeisabarnið Bjarni Ben talar að venju svo digurbarkalega, að efast má um veruleikatengsl hans. Ætli honum væri ekki nær að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Nú þegar allt stefnir í að yfirvöld snúi sér að rannsókn á hinu meinta peningahvarfi úr Sjóvá; 10 Milljarðar+ munu hafa verið sogaðir úr fyrirtækinu af hinnu eðlu ætt Bjarna Ben, skv fréttum.
Og innan tíðar má reikna með, að ekki færri en 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins verði teknir til rannsóknar af Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra eða Sérstökum Saksóknara!
Að lokum um ferðina miklu: Enn eitt floppið á ferli lýðskrumaranna Bjarna og Sigmundar Davíðs. Ráðherrarnir, sá breski og sá hollenski, eru ekki fæddir í gær. Þeir vita uppá hár hver pólitísk staða drengjanna er, og reynsla. Sennilega átta þeir sig betur á Bjarna og Sigmundi, en þeir sjálfir. Halda Bjarni og Sigmundur að það dugi að tala digurbarkalega við sjóaða stjórnmálamenn? Einsog á flokksfundum? Og við íslenska blaðamenn? Bjarni og Sigmundur eiga ekkert undir sér. það gera allir sér ljóst, nema þeir sjálfir og auðsveipnustu flokksmenn þeirra! Þetta eru bara látalæti í pabbadrengnum Birni Bjarnasyni, þessi skrif hans um pabbadrengina ferðaglöðu!
![]() |
Bjartsýnir eftir fund í Haag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)