Þurfti nú ekki erlenda sérfræðinga til að segja Íslendingum þetta!

Þetta hefur verið rætt síðan síðasta sumar af innlendum sérfræðingum í efnahagsmálum, hagfræðingum, m.a. af Lilju Mósesdóttur!  Ýmsir leikmenn hafa verið á þessari skoðun jafn lengi!

Það hefði verið gott að vera búin að rétta við efnahag heimilanna, og koma atvinnulífinu á  einhverja siglingu, áður en lýst verður yfir greiðsluþroti íslenska þjóðarbúsins!  Stjórnmálastéttin, og reyndar obbi þjóðarinnar, hefur verið upptekin við annað.  Vandræðamálið Icesave.  Ekki kom til greina að afgreiða það mál, svo að þessi einkennilega þjóð gæti snúið sér að hinu mikilvægasta:  Endurreisn samfélagsins,  endurreisn fyrirtækjanna og heimilanna!  það hefur mátt bíða!

Aðeins dagsetninguna á yfirlýsingu um greiðsluþrot þjóðarinnar hefur vantað!  Það hefur verið nokkuð ljóst nógu lengi til að svigrúm væri til endurreisnarstarfanna. En, nei, þessi einkennilega þjóð lét hið mikilvægasta sitja á hakanum!  Sjálft samfélag sitt.  Meðan rifist var um eina risaupphæðina af mörgum!  Upphæð sem breytir engu til eða frá um þrot þjóðarinnar!

 


mbl.is Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pilsfaldakapítalisminn!

Nú rísa þeir upp hver um annan þvera, kapítalistarnir og frjálshyggjupésarnir, og heimta að ríkið reddi málum!  Öll samtök vinnumarkaðarins og viðskiptalífsins jarma á ríkið, einsog rammvilt lömb!  Svo sem ekki nýtt!  Alltaf viljað hanga á spenanum!


mbl.is Fyrr frýs í Hel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband