23.6.2010 | 13:20
Jú, dómurinn mun skapa peninga TIL LENGRI TÍMA LITIÐ! Fái dómurinn að standa óbreyttur!
Á það hefur verið bent, að fái dómurinn að standa óbreyttur, þá mun dómurinn auka veltuna í samfélaginu. Hann mun virka sem bein innspýting í efnahagskerfið. Með dómnum er greiðslubyrði fjölda heimila lækkuð verulega, auknar líkur eru á að heimilin geti staðið í skilum með aðrar skuldbindingar sínar, heimilin munu hafa fé aflögu í beina neyslu. Allt þetta mundi efla efnahagskerfið og hjálpa til við að koma því úr því frosti sem það er nú í. Kannski er það þetta sem ekki má gerast samkvæmt kokkabókum AGS, sem Árni Páll og Már Guðmundsson lesa nú uppúr fyrir þjóðina?
Tæki bankakerfið sig til og lækkaði vexti og færi að lána til atvinnuuppbyggingar, sem þeir hafa neitað að gera, þá væri það enn meiri innspýting fyrir efnahagslífið. Atvinnuleysi myndi dragast saman með þeirri keðjuverkun að veltan í samfélaginu ykist, og svo koll af kolli! Kannski er það þetta sem ekki má gerast samkvæmt kokkabókum AGS, sem Árni Páll og Már Guðmundsson lesa nú uppúr fyrir þjóðina?
Eru Árni Páll og Már málpípur AGS?
![]() |
Dómurinn skapar ekki peninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |