Nýtt gildismat heilgrar Jóhönnu!

"Segja má að ríkisstjórnin byggi á samkomulagi um nýja byrjun, nýtt gildismat. Það hefur orðið viðhorfsbreyting meðal almennings í landinu. Það hefur myndast samstaða um önnur gildi en þau sem mest hafa verið í hávegum höfð á undanförnum árum. Það hefur myndast samstaða um samábyrgð fólks, við erum öll á sama báti.“

Hvenær fór Jóhanna svona illilega útaf?


Af Smugunni: "Magmað í mysunni." e. Agnar Kr. Þorsteinsson. Hin undarlega tengslaspillingarsaga, sem ekki má rannsaka!

Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki skipa Svein Margeirsson í nefndarómyndina, sem á að fara yfir feril Magma-málsins.  Sveinn mun glúrinn í að rekja allskyns tengsl.  Var það raunverulega ástæðan fyrir því að Sveinn fékk ekki skipun frá formanni Samfylkingarinnar, þó aðrar ástæður væru gefnar upp? 

"Þann 30. Apríl 2009(nákvæmlega tveimur árum eftir sölu ríkisins á hlutnum til HS) þá fara fulltrúar Magma og GGE á fund með iðnaðarráðuneytinu til að vita hvernig Magma geti farið að til að kaupa HS Orku. Í framhaldi af því þá er stofnuð skúffa í Svíþjóð sem ætluð er til að fara á svig við lög...."

OR og Reykjanesbær virðast hafa tapað milljörðum á viðskiptum sínum, sem svo mikil áhersla var lögð á, að hagsmunir eigendanna voru fyrir borð bornir.  Þar voru enn og aftur á ferð hin undarlegu hagsmunatengsl stjórnmálamanna og fjármálalífs.  Atburðarrásin bendir til að aldrei hafi aðrir en Magma komið til greina.  Og auðvitað vill Leyndarráðuneytið á bak við heilaga Jóhönnu ekki láta rekja tengslin í málinu.  Þar á Leyndarráðið sameiginlega hagsmuni með fjáraflamönnum Sjálfstæðisflokksins.  Jóhanna virðist vera ótrúlega óheppin með val sitt á ráðgjöfum, hvort sem er í ráðuneytinu hennar eða öðrum ráðuneytum, og í flokknum.  Leitt til þess að vita, að svona sé þessu farið á síðustu metrum hennar í stjórnmálum.

http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pennar/nr/3701

Hér má svo lesa umföllun Ögmundar um nefndarskipunina og vandræðaganginn kringum hana:  http://www.smugan.is/frettir/nr/3687


"Lögfræðileg fatahönnun og vanhæfi." Af Smugunni e.Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur

Margt í kringum nefndarskipunina virðist löðrandi í spillingu.  Fingraför Leyndarráðuneytisins á bak við Jóhönnu leyna sér ekki. Það virðist sem sagt ekki eiga að rannsaka tengslin við stjórnmálamennina (í SF).    

Niðurlag greinari Þóru er einkar athyglisvert:

"Niðurstaðan er sú að maðurinn sem var valinn til að stýra þeim þætti af rannsókninni sem snýr að einkavæðingu orkugeirans, tengslum við stjórnmálamenn og viðskiptalíf, það er spillingu, er úti í kuldanum á afar hæpnum forsendum.

Og Forsætisráðuneytið ætlar ekki að skipa neinn í hans stað eða aðhafast frekar í málinu."

http://www.smugan.is/fra-ritstjorn/allt/nr/3702

 


Bloggfærslur 13. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband