Ástir samlyndra flokkssbræðra! Þessir eru sko í sama liði!

"Mér til sárrar raunar eru til menn, sem kosið hafa að afflytja ræðu mína á flokksráðsfundinum sem einhvers konar ádeilu á Davíð Oddsson seðlabankastjóra. En sem betur fer er eindreginn stuðningur við Geir H. Haarde ekki andstaða við Davíð Oddsson. Þeir hafa verið samherjar í stjórnmálum, vinir og samverkamenn í nær fjörutíu ár. Það er þjóðinni mikil gæfa, að svo reyndur og hygginn forystumaður sem Davíð skuli hafa valist í stöðu seðlabankastjóra við þessar erfiðu aðstæður. Hann er eins og Geir hafinn yfir sérhagsmuni. Í frábærum sjónvarpsþætti síðastliðið þriðjudagskvöld skýrði Davíð út, hvað hefur gerst og hver leiðin út úr ógöngunum er. Þar nutu bestu kostir hans sín. Hann er ekki aðeins vígfimur, heldur manna úrræðabestur og kjarkaðastur, heilsteyptur og hreinskilinn. Svik eru ekki til í hans munni, eins og ég get borið vitni um eftir löng og góð kynni af honum. Þeir Geir og Davíð hafa staðið þétt saman síðustu daga og vikur og munu gera það áfram. Þeir hafa hvergi látið bilbug á sér finna.

Ef við njótum áfram forystu og starfskrafta þessara tveggja manna, er ég ekki í neinum vafa um, að okkur tekst að komast klakklaust úr aðsteðjandi erfiðleikum."

Mér er ekki grunlaust um að ýmsir sakni þessara tveggja höfðingja, sem Kjartan Gunnarsson mærir hér.  En hvort jafnvægi kæmist á í sálarlífi hinna sömu, kæmust þeir til  hinna opinberu valda á ný, efast ég um!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband