30.1.2010 | 16:23
Reglur sveigðar og beygðar, og lögin brotin.
Einhvernvegin hvarflar að manni, að menn hafi ekki tekið lög og reglur mjög alvarlega undanfarin ár. Að menn hafi leyft sér að fara sínu fram. Ýmislegt hafi fengið að viðgangast óátalið af hálfu endurskoðenda og skattstjóra landsins. Litið hafi verið á sumt sem smámál, sem ekki hafi verið vert að fetta fingur útí. Svona einsog hvern annan rófuþjófnað. Mál Ásbjörns hefði aldrei komið uppá yfirborðið, nema vegna (óþarfa?) spurninga blaðamanns.
Hvað eru mörg svona mál undir yfirborðinu?
Eru skattskýrslur fyrirtækja og eigenda þeirra ekki yfirfarnar? Eða ársreikningar fyrirtækjanna?
Eða telst svona nokkuð bara tittlingaskítur, sem óþarfi er að gera veður útaf?
Ólögleg arðgreiðsla Ásbjörns rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.