24. júní kemur Alþingi saman og ræðir fjármál heimilanna! Mætum öll og Stöndum vörð um heimilin!

24. júní kemur Alþingi saman og ræðir fjármál heimilanna! Fjöldi fólks er lentur í fátæktargildru, fjöldi fólks er á leið í langvarandi fátækt. Marga skortir brýnustu lífsnauðsynjar! Fátækt er óþörf! Krefjumst þess að fátækt verði útrýmt! Krefjumst þess að mannréttindi séu virt! Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka! Þessu þurfum við að breyta! Stjórnmálamennirnir gera það ekki ótilneyddir!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Auðun, ég styð þessa hugmynd þína og hvet alla til að mæta. Þetta er ljótt brot sem Ríkistjórnin er búin að gera á almenningi með þessum stuðningi sínum við þessa Fjármagnseigendur en ekki heimilin sem og fyrirtækin. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyfir alla varðandi þetta mál og sérstaklega eftir dóm Hæstaréttar. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.6.2010 kl. 22:26

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Fyrir alla á að standa... sorry. 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.6.2010 kl. 22:27

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eru undarleg örlög að verða endalaust að berjast blóðugri baráttu við eigin stjórnvöld!

Það stefnir í það að Íslendingar fari að öfunda þær þjóðir sem eiga erlenda óvini til að berjast við. Það sannast að aumur er öfundlaus maður.

Árni Gunnarsson, 21.6.2010 kl. 15:24

4 Smámynd: Auðun Gíslason

..."Lítill er sá ótti sem landsstjórnarmönnum býður af erlendum ofureflismönnum hjá því sem af þegnum sínum". HKL

Auðun Gíslason, 22.6.2010 kl. 12:43

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú ættu sem flestir að taka sig til og lesa Íslandsklukku Laxness af mikilli athygli. Einkum kaflann um samskipti Arnæusar og von Úffelins. Það er kaflinn sem Össur sleppti að lesa.

En landstjórnarmönnum Íslands stendur ekki ótti af þegnum sínum í dag.

Íslendingar nútímans eru menntaðir og "hugsa globalt!" 

Árni Gunnarsson, 22.6.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband