16.9.2010 | 12:52
Að berja höfðinu við steininn!
Á alþingi að stofna til atvinnureksturs fyrir Suðurnesjamenn? Þeir eru að sögn Ásmundar búnir að spandera 40 milljörðum í Helguvíkur-ævintýrið. Gátu ekki beðið eftir að athugað væri með orku, hvort hún væri fyrir hendi yfirleitt, gátu ekki beðið eftir að lagaskyld ferli væru kláruð, byrjuðu að byggja höfn og heimta nú meiri peninga úr ríkissjóði í höfnina. En gleyma því að hafnir eru ekki lengur á vegum ríkissjóðs heldur sveitafélaga. Það hefði verið hægt að setja af stað ansi mörg meðalstór og smá fyrirtæki í hinum ýmsu greinum fyrir þessa 40 milljarða! Það er fjöldi fólks með allskyns hugmyndir um atvinnurekstur, sem henta smárekstri, en vantar aðstöðu og peninga! En alltaf er hugmyndaauðginni takmörk sett af einblíni atvinnupólitíkusa á stóriðju! Sem skilar litlu nema skuldum fyrir orkufyrirtækin, sveitafélögin og ríkissjóð.
Hvernig stendur á þessum endalausu vandræðum Suðurnesjamanna í atvinnumálum? Sem hófust nota bene ekki við Hrunið, heldur eiga sér áralanga hörmungarsögu! Hvað varð t.d. af sjávarútvegi á svæðinu? Er enginn smáiðnaður þarna? Eru engin tækifæri í ferðamannaiðnaði með þennan stórkostlega og einstaka Reykjanesfólksvang sem dæmi? Nú þegar loksins fer að hylla undir beina vegatengingu við Suðurland með Suðurstrandarvegi, eru enginn tækifæri fólgin í því? Í móttöku ferðamanna og þjónustu við þá. O.s.frv.
Vill athafnir í stað orða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.