Er maðurinn eitthvað ruglaður?

Öll gengistryggð lán í íslenskum krónum hafa verið ólögmæt síðan 2001.  Þarf eitthvað að setja ný lög um það.  Þarf ekki að fara að rannsaka heilabúin hjá stjórnmálastéttinni í heild?  Allir sem eru læsir geta séð það af því einu að lesa lögin.  Nú er það bara spurningin hvort íslenska ríkið er ekki bótaskylt gagnvart lántakendum!
mbl.is Frumvarp um að gengistryggð lán verði ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Að íslenska ríkið sé bótaskylt....einmitt það já - og úr hvaða vösum ættu þær bætur að koma? 

Púkinn, 16.9.2010 kl. 17:57

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Eiga bankarnir ekki nóga peninga?  Kröfuhafar neita, að minnsta kosti sumir, að þeir séu eigendur bankanna!  Þegar verið var að lappa uppá fjármálastofnanirnar þá var aldrei spurt hvaðan peningarnir ættu að koma.  Þegar talað er um að aðstoða almenning er spurt:  Hver á að borga það!

Auðun Gíslason, 16.9.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Púkinn

Og ertu að segja að ríkið eigi bara að tæma bankana til að borga fólki skaðabætur fyrir að þurfa ekki að borga raunvirði lána sinna til baka? Þá fengirðu nú fyrst að sjá alvöru skaðabótakröfur frá eigendum bankanna á ríkið.

Staðan er bara sú að allt apparatið er á hausnum - það eru engir peningar til.

Púkinn, 16.9.2010 kl. 18:17

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Apparatið fer vonandi á hausinn.  Hverjur eru eigendur bankanna?  Er það ekki óljóst?  Auk þess hefur a.m.k. einn kröfuhafi (banki erlendis)  lýst því yfir að hann eigi ekkert í bönkunum.  Hvað gerist ef nú gerist það að æ færri geta staðið í skilum og fara í gjaldþrot.  Fjöldagjaldþrot, myndi það ekki fella fjármálakerfið?  Fólk sem hefur verið að ströggla í von um betri tíð mun láta lýsa sig gjaldþrota.  En alltaf skemmtilegt að rekast á fólk, sem tekur jafn eindregna afstöðu gegn samborgurum sínum!

Auðun Gíslason, 16.9.2010 kl. 18:24

5 Smámynd: Auðun Gíslason

"Ekki ólögmæt slátrun."?

Auðun Gíslason, 16.9.2010 kl. 18:27

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Banki lánar 100% af íbúðarverði sem árið ? er 25 milljónir.

Eftir að hafa greitt afborganir og vexti og staðið í skilum í 3 ár skuldar eigandinn 50% hærri upphæð en hann tók að láni. Hann gefst upp og lánið fer í innheimtu. Nú býðst honum jafnstór íbúð og hann keypti og í sama stigagangi fyrir 75% af því verði sem hann greiddi fyrir fyrri íbúðina.

Þú sem kallar þig Púkinn: Hvar liggur raunvirðið sem sanngirni málsins snýst auðvitað um? 

Árni Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 22:11

7 Smámynd: Einar Solheim

Sorry - fólk þarf bara að átta sig á því að það býr á Íslandi og er með íslensku krónuna. Þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur íslensku krónunnar. Þeir sem það ekki vilja sjá eru annaðhvort blindir eða vitskertir. Viljið þið haldar krónunni? Þá þurfið þið að sætta ykkur við okurvexti og/eða verðtryggingu.

Einar Solheim, 16.9.2010 kl. 22:24

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einar, þetta eru allt mannana verk og í okkar hendi að breyta þeim. Verðtrygging er ekki afleiðing krónunnar heldur afleiðing lagasetningar Alþingis, og til að breyta því þurfa að verða breytingar á Alþingi en ekki á gjaldmiðlinum sjálfum. Vaxtastig er ákveðið af peningastefnunefnd Seðlabankans, og til að breyta þeirri stefnu þyrftu að verða breytingar í nefndinni en ekki á gjaldmiðlinum sjálfum. Gjaldmiðill er ekkert nema pappír og málmskífur og gjörsamlega ófær um sjálfstæða ákvarðanatöku, og það er mjög ósanngjarnt að kenna dauðum hlutum um slæmar ákvarðanir mannfólksins.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2010 kl. 10:13

9 Smámynd: Einar Solheim

Þú vilt þá væntanlega meina að aðeins hálfvitar hafi farið með hagstjórn síðast liðin 100 ár. Ég er ekki sammála því, og tek frekar undir með þeim einhljóma dómi hagfræðinga að hið íslenska hagkerfi er of lítið til að bera eigin mynnt. Saga krónunnar er 100 ára hörmungarsaga og gjaldmiðill er sko heldur betur miklu, miklu meira en pappír og málmskífur.

Einar Solheim, 17.9.2010 kl. 13:52

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem ég á við er að gæði gjaldmiðils fara ekki eftir því hvort hann heitir króna eða eitthvað annað, ekki frekar en liturinn á blekinu sem notað er við seðlaprentunina. Það sem hefur úrslitaáhrif eru peningastefna og ákvarðanataka við framkvæmd peningamála. Gjaldmiðillinn sjálfur (seðlar, mynt og rafrænar innstæður) tekur hinsvegar ekki þessar ákvarðanir sjálfur og er því ekki um að kenna.  Ef þú ert að segja að gjaldmiðillinn virki illa, þá ertu í raun að segja að þeir stjórnendur sem að málum koma hafi staðið sig illa, en góðu fréttirnar eru að þeim er hægt að skipta út og breyta ákvarðanatökunni. Að því leyti er ég fullkomlega sammála, þ.e. að stjórn peningamála á Íslandi er handónýt.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2010 kl. 14:05

11 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er alveg sama hvaða gjaldmiðill er á Íslandi.  Yfirvöldum tekst örugglega að klúðra hagstjórninni, einsog hingað til!  Hagsmunasamtök hafa ráðið hér efnahagsstjórninni,  LÍÚ, Viðskiptaráð Íslands, Samtök iðnaðarins o.s.frv. hafa stjórnað stjórnmálamönnum með mútum, hótunum og gegnum vina- og frændtengsl.  Það breytist ekki þótt skipt sé um gjaldmiðil!

Auðun Gíslason, 17.9.2010 kl. 15:49

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er miklu brýnna verkefni að ná saman þokkalega siðuðum hópi Íslendinga til að taka við Stjórnarráðinu. Við getum haldið okkar gjaldmiðli sem er bara ágætur en það þarf auðvitað að skipta út fulltrúum þeirra fjögra flokka sem hafa flogist á um lyklana að stjórnsýslustofnunum.

Þessir gömlu stjórnmálaflokkar eru ekki gjaldgengir né hættulausir siðuðum samfélögum.

Árni Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband