17.9.2010 | 11:31
Sjálfsagt að rannsaka, en þá þarf að rannsaka frá upphafi málsins til dagsins í dag!
Sjálfstæðismenn tala gjarnan um Icesave-málið einsog það hafi dottið af himnum ofan 1. febrúar 2009 eða jafnvel að Steingrímur hafi uppdiktað þetta alltsaman af illkvittni sinni! Ef rannsaka á Icesave málið þarf að taka saman á einn stað allan feril málsins. Hvernig staðið var að stofnun þessara reikninga, alla sögu þeirra fram að hruni. Síðan þarf að rannsaka hvernig Árni Matt., Ingibjörg Sólrún, Geir H. og Davíð meðhöndluðu málið eftir hrunið í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Þá þarf að meta í hvaða stöðu málið var við stjórnarskiptin. Það er reyndar mjög áríðandi. Þriðji þátturinn er svo, hvernig ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafa tæklað það. Og þá þarf líka að hafa í huga aðkomu stjórnarandstöðunnar. Það er nefnilega sitthvað hvernig menn tala á þingfundum og svo í þingnefndum!
Sjálfstæðismenn vilja aðeins rannsaka þátt Steingríms og Jóhönnu, en tala ekki um eigin afglöp í málinu! En það þarf að fá alla sögu þess uppá yfirborðið!
Vilja sérstaka Icesave-rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.