15.4.2007 | 22:59
RÚV: Skoðanakönnun um útlendinga eða ekki neitt?
Skrýtin spurning, ekki satt? Kannski ekki, ef maður íhugar, hversu vel við þessir almennu borgarar þekkjum þau lög og reglur sem gilda um veitingu landvistarleyfa fyrir útlendinga. Ég fullyrði, að við vitum ekkert í okkar haus um þessi lög og reglur, að minnsta kosti sáralítið! Með tilliti til þess, að hér ríkja ströngustu reglur sem þekkjast meðal vestrænna þjóða, spyr ég: Vilja þeir sem eru fylgjandi strangari reglum láta loka landinu með gaddavír og tundurduflum? Nei, er ekki málið það, að þessi skoðanakönnun var um ekki neitt, þar sem svarendur vissu ekkert í sinn haus, um málefnið sem spurt var um, frekar en við hin velflest! Því var þetta skoðanakönnun um ekki neitt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.