"Heimskan í góðærinu." Með öðrum orðum: Kjósendur eru fífl!

Nú er loks komin skýring á slæmu gengi Framsóknarflokksins. Lesi maður pistil Bjarna Harðarsonar "Heimskan í góðærinu" rennur upp fyrir manni, að undir niðri álítur hann kjósendur vera fífl. Þeir eru svo sljóir og firrtir að þeir vita ekki hvað þeir gera. Þeir kjósa ekki Framsóknarflokkinn vegna þess að þeir eru fífl. Má búast við, að frambjóðendur sem hugsa svona, dragi til sín atkvæðin. Nei, sem betur fer ekki.

Bjarni, það er ekki nýtt, að fólk álíti það jafngilda hlutleysi í pólitík að styðja ríkjandi öfl þjóðfélagsins. Þannig hefur það alla tíð verið. Þeir "ópólitísku og hlutlausu" styðja ríkjandi skoðanir eða viðteknar skoðanir með öðrum orðum. Í því felst líka meint hlutleysi eða hlutlægni Morgunblaðsins. Það er ekki hlutleysi eða hlutlægni. Það er stuðningur við þær skoðanir sem eru ríkjandi!

Hvað viðkemur "firringunni" sem kemur kommunum (sic!) til góða. Kannski eru einhverjir ekki hallir undir ríkjandi skoðanir, kannski eru einhverjir orðnir langeygir eftir "kaupmáttaraukningunni", kannski einhverjir sem trúa ekki á meðaltölin og kannski einhverjir sem trúa ekki lengur hagvaxtarþulunni. Ég fyrir mitt leyti, er orðinn verulega áhyggjufullur yfir afdrifum velferðarkerfisins, skólakerfisins og ,síðast en ekki síst, ég er orðinn verulega áhyggjufullur yfir afkomu þess heimilis og þeirrar litlu fjölskyldu sem ég er í forsvari fyrir, þess vegna kýs ég ekki Framsóknarflokkinn og ekki Sjálfstæðisflokkinn.

Þeir sem þekkja mig vita, að ég myndi reyndar undir engum kringumstæðum kjósa Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn. Kannski er ég fífl?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband