Ósmekklegur málflutningur frambjóðanda framsóknarflokksins!

Helga_S_Hardardottir

Helga Sigrún Harðardóttir bloggar um málefni BUGL. Sérstaklega fer í taugarnar á henni að  Samfylkingarfólk skuli tjá sig um þetta mál. Reynir hún að gera Samfylkinguna og R-listann ábyrgan fyrir biðlistunum á BUGL. Einsog fleiri framsóknarmenn gleymir hún að framsóknarflokkurinn stóð að R-listanum með Samfylkingunni og VinstriGrænum. Það ósmekklega í þessu máli er, að Helga Sigrún notar þetta grafalvarlega mál til að fara í pólitískar hártoganir með það. Það er greinilegt að þjáning þessara barna og fjölskyldna þeirra skipta hana engu, bara að hún geti klórað andstæðinginn aðeins. Það er líka alvarlegt að fagmaður, Helgi Viborg, skuli tjá sig með þessum hætti um þetta mál, einsog hann gerir. Fróðlegt væri að vita, hvaða þjónustu hann veitir sjúkum börnum og foreldrum þeirra á Miðgarði milli þess sem hann tjáir sig um málefni þeirra í fjölmiðlum...  Þessi staða er ekki ný á BUGL. Biðlistar hafa verið þar lengi. Árum saman hafa framsóknarmenn setið í heilbrigðisráðuneytinu og jafn lengi hafa sjálfstæðismenn setið í fjármálaráðuneytinu. Jafn lengi hafa vandamál BUGL verið í dagsljósinu, en ekkert verið aðhafst. Sennilega hefur skipt meiru að sýna afgang á ríkissjóði, en að sinna vanda BUGL, sem og fleiri vandamálum í velferðarkerfinu. Málefni BUGL eru á ábyrgð ríkisins en ekki Reykjavíkurborgar, þeim hefur ekki verið sinnt, heldur verið fjársvelt. Húsnæðisvandi og rekstrarfjárvandi BUGL skrifast því á ríkisstjórnina. Miðgarður er ein af hverfamiðstöðvum Reykjavíkurborgar. R-listinn jók við þá þjónustu sem borgin veitir á þessum miðstöðvum (sem eru líka verk R-listans), bæði sálfræðiþjónustu og félagsráðgjafaþjónustu.  Síðan legg ég til að Helga Sigrún Harðardóttir kynni sér málefnin áður en hún tjáir sig um þau annars staðar en í einrúmi. Einnig væri gott að vera minnugur þess, að aðgát skal höfð í nærveru sálar! Munum að hér eiga börnin og fjölskyldur þeirra um sárt að binda. Það er of alvarlegt mál til að vaða í með skítkasti, bæði hér og annarsstaðar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband