26.4.2007 | 17:50
Loforðin frá í fyrra!
Þrátt fyrir loforð um að nú yrði tekið til hendinni í borginni okkar, þá hefur hún nú sennlega aldrei verið subbulegri en nú! Það kosningaloforð var sem sagt fyrst til að fjúka með ruslinu. Svona vorhreinsun hefur verið árlegur viðburður í Reykjavík um áratugaskeið! Ekkert sem Villi litli er brautryðjandi í frekar en öðru!
Ein spuring að lokum til borgarstjóra: Hvenær verður spilavítunum við Hlemm lokað? Þú gekkst svo snöfurmannlega fram í að hrekja spilavítið burt úr þínu heimahverfi. Hvenær kemur að mínu hverfi?
Vorhreinsun í Reykjavík hefst um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einmitt, sammála. Það er ekki hlúð neitt sérstaklega vel að almenningssvæðum og stendur meiraðsegja til að breyta grænum reitum í byggingarsvæði.
Varðandi spilavítismálið þá má líka spyrja hvernig fína (og síðasta óbyggða) sjávarlóðin í vesturbænum sem spilasalurinn fékk í sárabætur verði nýtt?
Guttormur, 26.4.2007 kl. 21:32
Vonandi verður sett upp spilavíti á fínu lóðinni við Starhagann. Það hlýtur að vera feitan gölt að flá við Ægissíðuna!
Auðun Gíslason, 27.4.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.