Því minna því betra!

Bloggvinur minn, Eyþór Arnalds, fer í gegnum það hvað stjórnmálaflokkarnir hafa eytt í auglýsingar fyrir kosningarnar fram að þessu. Þar má sjá að djélistinn hefur eytt minnstum peningum. Það sýnir, að eftir því sem djélistinn lætur minna á sér bera því betur gengur honum. Hvernig skyldi nú standa á því?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Akkurat. Og af einhverjum undarlegum ástæðum virkar þessi aðferð trekk í trekk. Það er freistandi að draga þá ályktun að kjósendur flokksins haldi með sínu liði rétt eins og um sértrúarsöfnuð eða fótboltalið væri að ræða og velkist því ekkert í vafa þegar kemur að kosningum, meðan við hin eyðum dýrmætum tíma, sem annars gæti t.d. farið í að græða peninga einhversstaðar (?), í að hugsa.........................

Heimir Eyvindarson, 29.4.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Nema þeir vilji ekki minna á sig vegna þess sem miður er gert! Nema þeir séu með Matthías Jóhannessn sem ráðgjafa. Hann er Taóisti. Leiðsögnin sé frá Lao tse...

Auðun Gíslason, 29.4.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband