5.5.2007 | 18:58
Bannað að skipta um skoðun?
Á stöð 2 þykir greinilega fréttnæmt ef einhver skiptir um skoðun á Íslandi. Steingrímur J. var á móti bjórnum fyrir 20 árum. Núna dáðist hann að vexti bjórverksmiðju norður í landi. Það hefði hann ekki átt að gera. Maður á nefnilega ekki að skipta um skoðun! Steingrímur J. fékk reyndar mun minni tíma í fréttatímanum en drykkjuboltinn Paris Hilton!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Athugasemdir
Sjáðu til - við höfum verið alin upp við það Íslendingar að skipta alls ekki um skoðun því það þýddi veiklyndi og jafnvel bara hreinan aumingjaskap. Þannig að þegar það gerist hrökkva menn við og mýsnar fara á stjá. Reyndar ganga menn svo langt í sumum flokkum að það er eiginlega alveg bannað að hafa neina aðra skoðun en þá sem flokkurinn setur fram, og auðvitað er meira bit í Paris en Steingrími J. þó kröftugur sé.
Pálmi Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 21:04
Bara svona að kíkja á þig og athuga hvað þú værir að gera Gott að vita að Steingrímur er ekki ósveigjanlegur og alveg steinrunninn. Ég vil þessa Hilton stelpu út úr fjölmiðlum. Hefur einhver virkilegan áhuga á því sem hún er að gera?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.5.2007 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.