Skelfileg lesning! Og samviskan deyr!

Fyrirsögnin á þessari frétt er nú alveg útúr kú og í miklu samræmi við sjálfhverfu okkar andlegu offitusjúklinganna, sem eigum allt og fyrst og fremst viljum eiga allt, gína yfir öllu og gleypa.  Megininntak fréttarinnar er þetta skelfilega ástand sem ríkir víða í heiminum. Fátækt, sjúkdómar og stríðsátök herja á stóra hluta heimsins og fórnarlömbin eru börnin, fyrst og fremst!  Við lesum um þetta í blöðum og horfum á þetta í sjónvarpi sljóum augum.  Erum við svo gersneydd samúð og ímyndunarafli og svo full eigingirni, að ekkert kemur uppí hugann annað en okkar eigin óverðskuldaða ofurvelsæld? Hvað ef barnið mitt og barnabarn væri í þessum aðstæðum stríðs, hungurs og sjúkdóma?  Þessum heimi algers stjórnleysis og öngþveytis, ærandi hávaða og öskrandi miskunnarleysis?  Eru þetta ekki spurningar sem setja að manna skelfingu og hroll?  Viljum við eitthvað leggja að mörkum til að breyta þessu ástandi í heiminum eða viljum við bara strjúka okkar eigin kinn? 122.000 börn dóu í Írak árið 2005 áður en þau náðu 5 ára aldri... 20% barna í Rúanda deyja áður en þau ná sama aldri... Og hvað með þau sem lifa áfram í þessum heimi óskapnaðar sem þeim er búin? Hvað um angistina, hungrið, einsemdina...Einstæðingsskapinn og skjólleysið!

Hér fyrir neðan er svo blog um frétt sem fær mann til að skammast sín!


mbl.is Best að vera móðir í Svíþjóð og á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband