Félagsleg mannréttindi!

Það er merkilegt, ef satt er, að Borgþóri Kærnested finnist Ólafur Ólafsson vera of harður í baráttunni.  Þetta er undarlegt, en kannski finnst Borgþóri Eldri borgarar vera ölmusufólk, sem eigi að skrifa fallega orðuð bænaskjöl til yfirvalda.  Þetta er aðferð sem búið var að reyna og viðhorfið er úrelt.  Eldri borgarar eru ekki ölmusufólk sem sjálfsagt á að vera að búi við skert lífskjör.  Það er til svolítið sem heitir félagsleg mannréttindi, en Borgþór hefur sjálfsagt aldrei heyrt um neitt svoleiðis, enda íhaldsmenn verið síðastir manna til að viðurkenna mannréttindi. Ólafur hefur barist fyrir sjálfsögðum réttindum eldri borgara, en íhaldsmanninum Borgþóri finnst hann ganga of langt. Á nú að hefja vælu- og afsláttarstefnu til vegs hjá félagi eldri borgara líkt og hinn nýji formaður Öryrkjabandalagsins hefur gert. Honum fannst fyrrverandi formaður of harður.

Mannréttindi fást aldrei aukin með bænaskjölum. Til að fá félagsleg mannréttindi viðurkennd þarf markvissa baráttu, ekki fallega orðuð bænaskjöl.

 


mbl.is Segist hætta verði formaður Landssambands eldri borgara endurkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband