31.5.2007 | 22:23
Siðareglur hins siðlausa meirihluta.
Nú ætlar ríkisstjórnin að setja þingmönnum siðareglur. Óljóst er hvaðan hún þiggur umboð til þess. Ríkisstjórnin er sett undir þingið en ekki yfir, þ.e. skv. stjórnskipuninni, en ætlar greinilega að setja sig yfir það. Það er ljóst að blekkinguna miklu um þingræðið verður taka útúr stjórnaskipuninni og setja inn reglur sem er í takt við raunveruleikann. Annar kostur er að endurreisa sjálfstæði þingsins og stöðva yfirgang ráðherra gagnvart því. Það er komið nóg af ráðherraræðinu, sem er hættulegt lýðræðinu, sbr. yfirgang ríkisstjórnarinnar/forsætisráðherra í fjölmiðlamálinu og í Íraksmálinu.
Þess saknaði ég svo mest í kvöld, að Árni Johnsen var ekki einn af ræðumönnum stjórnarinnar, þessarar sem ætlar að siðvæða Alþingi Íslendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.6.2007 kl. 21:42 | Facebook
Athugasemdir
Áfram Árni segi ég nú bara Hann gæti allavega siðað þingmenn þegar kemur að fangelsismálum, enda þau mál í ólestri. Hann þarf að komast að og ég hlakka til að fylgjast með því sem hann gerir
Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:33
Aðrir þingmenn þurfa kannski að sitja inni, eins og Árni, til að siðvæðast?
Auðun Gíslason, 31.5.2007 kl. 22:44
ok en þessi stjórn er með meirhluta fólki í þessu landi kaus
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 31.5.2007 kl. 23:05
Jaá, Margrét, ég treysti þér algerlega til að fylgjast með að hann teygi sig ekki of djúpt í "vasa" ríkissjóðs.
Auðun Gíslason, 31.5.2007 kl. 23:07
já ég skal passa upp á Árna
Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.6.2007 kl. 18:39
já Árni já þarf að passa hann er eyjapeiji
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 1.6.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.