Skrifum undir!

Þetta endemisrugl gengur ekki lengir!  Mikið er talað um að koma öryrkjum til sjálfshjálpar en svo eru okkur allar bjargir bannaðar.  Um leið og fólk hreyfir sig til að breyta ástandi, t.d. í þá veru að komast útá vinnumarkaðinn, og þar með af bótum, er stokkið á það og lífeyririnn skorinn, án þess að láta á það reyna hvort breytingin gengur upp og er til langframa.  Ef bankabókin kemst í plús stekkur Tryggingastofnun á góssið. Hugsunin virðist vera þessi:  Nú þessi hefur of mikið.  Hann/hún er farinn að geta sparað og safna krónum.  Það gengur ekki.  Skerum, skerum!  Höldum kvikindunum í fátækt!  Þau eiga ekkert betra skilið.  Gjafir og arfur fer sömu leið.  Tryggingastofnun stekkur á "góssið" ef einhver fær svigrúm til betra lífs en undir fátæktarmörkum!  Hvernig er það með þessa stjórnarskrá?  Gildir jafnræðisreglan fyrir alla þegna þessa lands?  Eða bara suma?

 


mbl.is Öryrkjar fram til orrustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já Öryrkjar meira ekki eiga 1 krónur eftir. þá er góssið skori af

Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 23.10.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband