Þetta er byggt á algjörum misskilningi!

Hefur einhver heyrt þetta áður?  Byggt á misskilningi eða vanþekkingu er vinsælt andsvar hjá bæði stjórnmálamönnum og embættismönnum þegar þeir verða fyrir gagnrýni á verk sín.  Í stað þess að svara málefnalega saka þeir gagnrýnendur sína um vanþekkingu og misskilning.  Verðum við ekki að fara gera meiri kröfur til þeirra sem við ráðum til starfa, hvort heldur er í stjórnmálum eða í stjórnsýslunni.  Í þessu tilviki verður að líta svo á að gagnrýni Atla Gíslasonar þingmanns og hæstaréttarlögmanns sé á rökum reist.   Þangað til þessir menn leggja öll gögn á borðið og sanna mál sitt og hreinsa sig þar með af öllum grun um spillingu. 
mbl.is Segja sérlög gilda um sölu eigna á varnarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Alveg dásamlegt hvað Atli náði að jarða manninn frá þróunarfélaginu í kastljósinu um daginn, hann var rólegur og stilltur og sýndi með haldgóðum rökum að hér væri eitthvað rotið í gangi. En á það að koma á óvart, ég meina, sjálfstæðisflokkurinn er viðriðinn þetta

Ísleifur Egill Hjaltason, 27.11.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband