Og enn svíkur Samfylkingin!

Það hefur ekki farið hátt, að barnabætur og vaxtabætur munu á þessu ári lækka enn einu sinni að raunvirði.  Samfylkingin hefur haft um það stór orð, að barnabætur verði endurskoðaðar og hækkaðar.  Sama á við um vaxtabætur.  Ekki sér því stað í fjárlagafrumvarpinu.  Enn á að lækka raunvirði þessara bótaþátta, reyndar einsog annarra bóta frá ríkinu.  Barnabætur og vaxtabætur vega kannski ekki nóg í heimilisbókhaldi flestra Íslendinga til að það veki nokkra athygli, þó þær séu skertar enn einu sinni.  Og ekki fara nú fjölmiðlar í eigu og undir stjórn Sjálfstæðismanna að vekja athygli á málinu.  En það eru reyndar allir fjölmiðlar í landinu ýmist í eigu eða undir stjórn þeirra, svo þöggunin er ekki flókið mál.  En hvað orðið hefur um fyrirætlanir Samfylkingarinnar um umbætur í félags-, almannatrygginga- og heilbrigðismálum veit ég ekki.  En ekki sést að nein breyting hafi orðið í þeim málaflokkum, þó Samfylkingin hafi tekið við hlutverki Framsóknarflokksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já á bara ekki að hætta að kjósa það er sama undir þessu öllu þeir lofa og lofa og hvað svo ????????

vanda ekki bara SVANDÍSI í hópinn ?

það er bein í nefi hinna                                               

Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.1.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Mér sýnist nú Svandís hlaupin líka í faðminn á frjálshyggjunni.  Samanber, það sem frést hefur af væntanlegum niðurstöðum í Orkuveitumálinu.  Niðurstaðan verðu nefnilega trúlega sú sama og ef ekkert hefði verið gert í málinu og gamli, góði Villi fengið að leika sinn leik til enda.  REI og GGE eignast eigur OR, nema pípurnar í götum borgar og bæja og Húsið mikla kennt við Don Alfreð.  Allt hitt rennur til REI og GGE.  Sem sagt: Sama niðurstaða.  Nema Svandís og Co. komust í stólana!

Auðun Gíslason, 5.1.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já en ég hef trú á henni enda er hún lík pabba sínum lalalallalala

Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.1.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband