5.1.2008 | 19:34
Bætt kjör láglaunafólks? Ábót.
Ekki nóg með einfeldnislegan málflutning, heldur fer framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, með rangt mál þegar hann nefnir upphæðina, sem sérstök hækkun persónuafsláttar myndi "kosta ríkissjóð". Mun þar aðeins skakka 26 milljörðum. Svona villu leyfa sér þeir menn einir sem vanir eru að fjalla um fé sem þeir eiga ekki sjálfir.
Kostar ríkissjóð? Fer það nú ekki að verða svolítið þreytt röksemd? Og hvað með það þó að það kosti ríkissjóð einhverja peninga. Er ekki kominn til að opna fyrir einhverja aðra sýn á veruleikann en þessa þreyttu sýn öfgafullra hægri manna frjálshyggjunnar. Allar umbætur kosta peninga, en umbætur skila venjulega góðum árangri. Öll samfélagsleg starfsemi kostar peninga. Hægri öfgamenn vilja í orði kveðnu minnka umsvif ríkisins, en auka þau sífellt, þrátt fyrir sífelldan niðurskurð í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Öll samfélagslega neysla, félagsleg aðstoð, heilbrigðisþjónusta og skólakerfi er í sífelldu fjársvelti. Hvert fara svo auknar tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld? Má sem dæmi nefna fáranlegan eftirlitsiðnað, sem skilar verri árangri en þegar sama starfsemi var á hendi opinberra fyrirtækja. List- og skemmtiiðnað af ýmsu tagi sem rekinn er undir formerkjum listar. Ekki má gleyma styrkjum til rekstrar samtaka atvinnulífsins af ýmsu tagi. Rekstur rannsóknarstofnana sem þjóna atvinnurekendum og þeir tíma ekki að reka sjálfir fyrir eigið fé og enn síður að þeir hafi áhuga og frumkvæði til þess.
Hvað myndi ríkissjóður fitna mikið, ef laun væru hækkuð um 3% og hvert myndu þeir peningar renna á endanum? Kannski í lækkaða skatta hátekjumanna? Allavega ekki til Félagsmálaráðuneytisins eða Heilbrigðisráðuneytisins, þ.e. verkefna þeirra. Reyndar virðist allt stefna í að ráðherra heilbrigðismála muni leggja heilbrigðisþjónustuna í rúst með einkavæðingarrugli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.